Vortónleikar 2017
1. Heyr, himna smiður
Heyr, himna smiður,
hvers skáldið biður,
komi mjúk til mín
miskunnin þín.
Því heit eg á þig,
þú hefur skaptan mig,
ég er þrællinn þinn,
þú ert Drottinn minn.
Guð, heit eg á þig,
að græðir mig,
minnst, mildingur mín,
mest þurfum þín.
Ryð þú, röðla gramur,
ríklyndur og framur,
hölds hverri sorg
úr hjartaborg.
Gæt, mildingur, mín,
mest þurfum þín
helst hverja stund
á hölda grund.
Set, meyjar mögur,
máls efni fögur,
öll er hjálp af þér,
í hjarta mér.
Kolbeinn Tumason
2. Birtir af degi
Birtir af degi, dásamlegt undur,
dýrð Guðs ég eygi‘ í morgunsins glóð.
Þrastafjöld hljómar, skríkjandi‘ í skógi,
sköpun öll ómar lofgjörðaróð.
Daggir á grundu glitrandi ljóma,
glóa um stund við árdagsins ljós.
Blómstrandi svörðinn skaparinn skrýðir,
skínandi jörðin ber honum hrós.
Millispil
Sólbjartur dagur lýsir upp líf mitt,
ljómandi fagur, umvefur mig.
Lof sé þér, faðir, fyrir hvern morgun,
fagnandi, glaður tigna ég þig.
Eleanor Farjeon - Gunnar J. Gunnarsson
3. Vorið góða
Það seytlar inn í hjarta mitt
sem sólskin fagurhvítt,
sem vöggukvæði erlunnar,
svo undur fínt og blítt, (og blítt)
sem blæilmur frá víðirunni,
- vorið grænt og hlýtt.
(Veikar)
Ég breiði‘ út faðminn, heiðbjört tíbrá
hnígur mér í fang.
En báran kyssir unnarstein
og ígulker og þang. (og þang)
Nú hlæja loksins augu mín,
- nú hægist mér um gang.
Því fagurt er það, landið mitt,
og fagur er minn sjór.
Og aftur kemur yndi það,
sem einu sinni fór. (og brátt)
Og bráðum verð ég fallegur
- og bráðum verð ég stór.
Jóhannes úr Kötlum
4. Mikli Drottinn
Mikli Drottinn, dýrð sé þér,
dásemd þína‘ um aldaraðir
ásamt þínum englaher
allir lofa viljum glaðir,
falla þína fótskör á,
faðir, þína dýrð að sjá.
Lát þitt ríki lýsa vítt
löndin yfir frið að veita,
láttu fæðast lífið nýtt,
ljós þitt vorum hjörtum breyta,
láttu yfir lönd og höf
ljóma þína sigurgjöf.
Helgur andi, heiður þér
hver ein tunga‘ á jörðu færi.
Faðir, Guð, vér þökkum þér,
þér og Jesús, bróðir kæri.
Ástar þinnar eilíft ljós
oss sé blessun, vörn og hrós.
Ignaz Franz – Friðrik Friðriksson
5. Vorvísa
Tinda fjalla,
áður alla
undir snjá,
sín til kallar sólin há;
leysir hjalla,
skín á skalla,
skýi sem að brá
og sér fleygði frá.
Tekur buna
breið að duna
björgum á,
græn því una grundin má;
viður hruna
vatnafuna
vakna lauf og strá –
seinna seggir slá!
Snjórinn eyðist,
gata greiðist,
gumar þá
– ef þeim leiðist – leggja á;
hleypa skeið
og herða reið
og hrinda vetri frá;
hverfur dimmu dá.
Ekkert betra
eg í letri
inna má –
svo er vetri vikið frá;
uni fleti
hvur sem getur
heimskum gærum á. –
Önnur er mín þrá.
Jónas Hallgrímsson (samið 1845, alls 9 erindi)
6. Ó, þú sem elskar æsku mína
Ó, þú, sem elskar æsku mína
og yfir hana lætur skína
þitt auglit bjart, lát aldrei dvína
þá ást, sem leiðir, annast mig
um ævi minnar stig.
Ó, þú, sem leiðir lífsins strauma,
ég legg í hönd þér viljans tauma
og alla mína æskudrauma.
Ég hlusta‘ í djúpri þögn á þig,
er þú vilt fræða mig.
Ó, gjör mitt hjarta‘ að hörpu þinni,
svo hægt sem fljótt í sálu minni
ég heyri leikið, leik þar inni
af íþrótt lög, sem einn þú nær,
er ást þín strengi slær.
Friðrik Friðriksson
7. Sem barn komi heim (2x)
Það er sem barn komi heim að kvöldi
og krjúpi í hlýjan faðm.
Er kom ég til Guðs ég gerði mér ljóst,
að upp við hans brjóst átti ég heima.
Og ég var stödd á Guðs helga stað, (úúú)
þeim stað sem ætlaður var mér,
Ú ... (og ég fann að hér á ég heima)
og mig hjúfra í faðminum hans. / ... í faðminum hans.
Þórdís Klara Ágústsdóttir þýddi
8. Varstu þar
Varstu þar, er þeir deyddu Drottin minn? Varstu þar?
Varstu þar, er þeir deyddu Drottin minn?
Varstu þar? (o-o-o)
ó, hve mig sorgin náköld nístir, nístir, nístir.
Varstu þar, er þeir deyddu Drottin minn?
Varstu þar?
Sást‘ann negldan á krossins kalda tré? Sástu hann?
Sást‘ann negldan á krossins kalda tré?
Sástu hann? (o-o-o)
ó, hve mig sorgin náköld nístir, nístir, nístir.
Sást‘ann negldan á krossins kalda tré?
Sástu hann?
Varstu þar er þeir lögð‘ann lágt í gröf? Varstu þar?
Varstu þar er þeir lögð‘ann lágt í gröf?
Varstu þar? (o-o-o)
ó, hve mig sorgin náköld nístir, nístir, nístir.
Varstu þar er þeir lögð‘ann lágt í gröf?
Varstu þar?
Negrasálmur – Jón Hjörleifur Jónsson
9. Hallelúja
Þú gafst mér Jesús gleði‘ og frið,
ég gat sem barn þig talað við
og sorgin aldrei ýfði sálu mína.
Tilveran var traust og hlý,
tært var loftið, hvergi ský
og tilvalið að hrópa hallelúja.
Viðlag:
Hallelúja (4x) en (8x eftir síðasta erindið).
Táningsára öldurót
eftir það mér kom í mót.
Bjartar vonir brugðust eins og gengur.
Oft var kalt og oft var heitt,
eigi skildi‘ eg þetta neitt.
En samt ég reyndi‘ að segja hallelúja.
Nú leiðst við höfum langan veg,
ljúfi Jesús, þú og ég,
þú gafst mér styrk, ég stóð í skjóli þínu.
Er vinir brugðust, von og þrá,
varstu Drottinn enn mér hjá,
skýli mitt og skjöldur, hallelúja.
- Hækkun -
Þú barst mig gegnum erfið ár
og öll mín græddir hjartasár.
Enginn vinur er sem Drottinn Jesús.
Er burt hann fór, hann býr mér stað
og brátt ég fæ að reyna það
í sölum þeim að syngja hallelúja.
Jóhanna Karlsdóttir
10. Útvalið Guðs barn
Útvalið Guðs barn af algjörri náð
er ég, því skal honum þakklæti tjáð.
Jesús, sem fúslega fórnaði sér
fyrir mig, sjálfur mín hamingja er.
1. tenór (en aðrir Ú-a)
Útvalið Guðs barn hér á nógan styrk,
óttast ei þarf, þó að leiðin sé myrk.
Faðirinn vakir og barnið sitt ber
blíðlega‘ ef vegurinn torsóttur er.
Útvalið Guðs barn á erfðarétt sér.
Andinn er pantur sem gefinn því er.
Orðinu trúi‘ eg og frið Drottins finn
fylla mitt hjarta, þótt tár sé á kinn.
Útvalið Guðs barn, sem er svona ríkt,
eitt sinn mun sjá hann og verða‘ honum líkt.
Kórónu lífsins það krýna mun þá,
Kristur, sem dýrðina himnesku á.
....
Ú ...
Ú ...
Kórónu lífsins það krýna mun þá,
Kristur, sem dýrðina himnesku á.
Hafdis Reigstad – Lilja S. Kristjánsdóttir
11. Með Jesú vil ég vera
Með Jesú vil ég vera
á vegferð minni hér.
Guð, lát oss lifa saman
uns lokið ævi er.
Það er mín æðsta vegsemd,
já, eina hrósun mín,
að fylgja í hans fótspor
og flytja ljós er skín.
Ó, Jesús, lífsins ljósið,
þú lýsir upp minn veg
svo gleði hjartans glæðist,
þér glaður fylgi ég.
Þú fögnuð færir heimi,
sem fyrr frá Betlehem.
Ver leiðarljós mitt eina
á leið til þín, - ég kem.
Dam, dam ...
Elías Blix – Guðmundur Guðmundsson
12. Nú dvínar dagsins kliður
Rú, rú...
Nú dvínar dagsins kliður
og draumafróin kemur skjótt.
Nú ríkir ró og friður,
í runnum allt er hljótt.
Nú þagnar fuglafjöldi
á fögru sumarkvöldi
er dýrðleg nálgast nótt.
Á bak við heiði háa
er hnigin sól en ljómar þó
á himinhvolfið bláa,
á hæðir, vötn og skóg.
Um dal í faðmi fjalla
og fagra klettastalla
nú drottnar draumsæl ró.
Hér eru yndisstundir
og allt sem hugann gleðja má.
Er eygló gengur undir
skín æðri sól oss hjá.
Og blessun Guðs oss geymir
svo góðan svein þá dreymir
um himinveldin há.
Friðrik Friðriksson
13. Til hvíldar Guð minn gegn ég nú
Til hvíldar, Guð minn, geng ég nú
og gæsku fel mig þinni.
Sem vinur hjá mér vakir þú
og verndar hverju sinni.
Ég ljós og gleði þakka þér
á þessum liðna degi.
Þeim hrygga‘ og breyska huggun ver
og hjálp á ævivegi.
Já, viltu styrkja‘ og vernda mig
og vini alla mína.
Ég vitni bera vil um þig,
:,: í verki hlýðni sýna.:,;
Lilja S. Kristjánsdóttir þýddi
14. Um alla eilífð lofa ég minn Guð
Allir syngja einraddað
Um alla eilífð lofa ég minn Guð af lífi‘ og sál
og heiðra nafn hans í ljóði og söng.
Allt böl og mæða burtu víkur, kemur bænamál,
og ég fæ fundið blessun Drottins dægrin löng.
Kór:
Hann er dýrðarfaðir
og fullur kærleika,
hann er almáttugur Drottinn og Guð.
Hann er dýrðarfaðir
og fullur kærleika,
hann er almáttugur Drottinn og Guð.
Ó, ó, ó, ó.
Raddað
Um alla eilífð lofa ég minn Guð af lífi‘ og sál
og heiðra nafn hans í ljóði og söng.
Allt böl og mæða burtu víkur, kemur bænamál,
og ég fæ fundið blessun Drottins dægrin löng.
2. tenór Aðrir:
Hann er dýrðarfaðir Hann er
og fullur kærleika, dýrðar
hann er almáttugur Drottinn og Guð. faðir.
1. tenór Aðrir:
Hann er dýrðarfaðir Almáttugur
og fullur kærleika, Drottinn
hann er almáttugur Drottinn og Guð. Guð.
Ó, ó, ó, ó.
Um alla eilífð ... o.s.frv.
Guðni Einarsson þýddi
15. Kvöldsöngur / Avondzang
Ég sé hve ljómi dagsins dvín
er dýrðleg sól ei framar skín.
Þá lít ég geislum stráða strönd,
þar stjarna skín á hvíldar lönd.
Þú litið getur gyllta strönd,
þín gætir stjarna‘ um himna lönd.
Þar hvorki berst þér böl né kross,
í bústað Drottins öðlast hnoss.
Viðlög:
Komdu þá syndari, líttu á lambið Guðs náðar,
leið fyrir okkur og þvoði af gjörvalla synd.
Sáttanna leitaðu, líður þinn tími von bráðar.
Lífið hann gefa vill okkur og í sinni mynd.
Til Golgata líttu, hann bráðum þig ber,
er básúnanna þar gellur her.
Kom til hans sem lifir, ég lært hef og skil,
hann lífið mun veita, ert þú alveg til?
Sú vonarstjarna væn ert þú,
enn væntum þess að gefist trú.
Er morgunstjarnan skín svo skær,
þá skal sá bjarmi færast nær.
Viðlög:
Komdu þá syndari ...
Til Golgata líttu ...
Ert þú alveg til?
Ert þú alveg til?
Um eilífðarbil.
Þorgils Hlynur Þorbergsson þýddi / höf. ókunnur
16. Hversu gott á göngu lífsins
Hversu gott á göngu lífsins,
Guðs mig leiðir föðurhönd
gegnum ótal heimsins hættur,
beint að himins fögru strönd.
Viðlag:
Þar mun lambsins sigursöngur
svella líkt og margra vatna gnýr
er því fyrir fórnarblóðið
verður fluttur óður nýr.
Hér í útlegð oft vill hljóðna
okkar þökk og lofsöngsmál.
Fyrirheit um föðurlandið
gefa friðinn hrelldri sál.
Vinir oft hér verða‘ að skilja,
væta harmatárin brá.
En á himni' er eilíf gleði,
þar við erum Jesú hjá.
Bæn mín er, að öll við mætumst
uppi‘ í sölum frelsarans,
enginn verði eftir skilinn
þegar ómar lúður hans.
Joel Blomquist – Lilja S. Kristjánsdóttir
17. Ó, vef mig vængjum þínum
Ó, vef mig vængjum þínum
til verndar, Jesú, hér,
og ljúfa hvíld mér ljáðu,
þótt lánið breyti sér.
Vert þú mér allt í öllu,
mín æðsta speki‘ og ráð,
og lát um lífs míns daga
mig lifa‘ af hreinni náð.
Tak burtu brot og syndir
með blóði, Jesú minn,
og hreint mér gefðu hjarta
og helgan vilja þinn.
Mig geym í gæslu þinni.
Mín gæti náð þín blíð,
að frið og hvíld mér færi
hin fagra næturtíð.
Næturtíð, næturtíð. (allir nema 1. tenór)
Linda Sandell – Magnús Runólfsson
18. Þér lof vil ég ljóða
Þér lof vil ég ljóða,
þú, lausnarinn þjóða,
er gafst allt hið góða
af gæsku og náð.
Þá miskunn og mildi
ég miklaði‘ ei sem skyldi,
þótt vegsama‘ æ ég vildi
þá visku og dáð.
Er líkn þína lít ég,
þá lofa þig hlýt ég,
því náðar æ nýt ég,
sem ný er hvern dag.
Nú heyri ég hljóma
þá helgu leyndardóma,
sem englaraddir óma
við eilífðarlag:
„Sjá lof allra lýða
og landa og tíða
þér ber, lamb Guðs blíða
frá blóðdrifnum stig.
Frá djöfli og dauða,
frá dómi syndanauða,
þú leystir lýði snauða,
því lofum vér þig.“
Vér lofum þig.
Bjarni Eyjólfsson
Heilaga vissa
Heilaga vissa, hirðirinn minn
herrann er sjálfur, gleði ég finn.
Lifandi staðreynd orðin það er:
Endurlausn Jesús vann handa mér.
Viðlag:
Gleði míns hjarta orðinn hann er,
óslitin lofgjörð Jesú því ber.
Síðar á himni lofa ég hann,
hjálpræði’ og náð er sekum mér vann.
Öllu ég sleppti. Allt með því vann,
eilífa lífið, Jesúm, ég fann,
himnana opna’ og engla ég sá
unaðsboð flytja himninum frá.
Örugga hvíld nú eignast ég hef.
Engan um meiri gæði ég kref.
Sál mín er frelsuð, fyrir mig galt
frelsarinn Jesús – hann er mér allt.
Frances Jane Crosby – Bjarni Eyjólfsson
Ver hjá mér, herra
Ver hjá mér, Herra, dagur óðum dvín,
nú dimman vex, ó, komdu nú til mín.
Og þegar enga hjálp er hér að fá,
þú, hjálparlausra líknin, vert mér hjá.
Ég nálægð þína þarf á hverri stund,
í þraut og freisting bjargar eitt: þín mund.
Hve ljúft og öruggt leiðsögn þína‘ að fá.
Í ljósi‘ og myrkri , Drottinn, vert mér hjá.
Ó, birstu mér, er bresta augun mín,
og bentu mér í gegnum húm til þín,
þá ljómar dagur, líða myrkrin frá.
Í lífi‘ og dauða, Jesús, vert mér hjá.
Henry Francis Lyte – Friðrik Friðriksson
Heyr, himna smiður,
hvers skáldið biður,
komi mjúk til mín
miskunnin þín.
Því heit eg á þig,
þú hefur skaptan mig,
ég er þrællinn þinn,
þú ert Drottinn minn.
Guð, heit eg á þig,
að græðir mig,
minnst, mildingur mín,
mest þurfum þín.
Ryð þú, röðla gramur,
ríklyndur og framur,
hölds hverri sorg
úr hjartaborg.
Gæt, mildingur, mín,
mest þurfum þín
helst hverja stund
á hölda grund.
Set, meyjar mögur,
máls efni fögur,
öll er hjálp af þér,
í hjarta mér.
Kolbeinn Tumason
2. Birtir af degi
Birtir af degi, dásamlegt undur,
dýrð Guðs ég eygi‘ í morgunsins glóð.
Þrastafjöld hljómar, skríkjandi‘ í skógi,
sköpun öll ómar lofgjörðaróð.
Daggir á grundu glitrandi ljóma,
glóa um stund við árdagsins ljós.
Blómstrandi svörðinn skaparinn skrýðir,
skínandi jörðin ber honum hrós.
Millispil
Sólbjartur dagur lýsir upp líf mitt,
ljómandi fagur, umvefur mig.
Lof sé þér, faðir, fyrir hvern morgun,
fagnandi, glaður tigna ég þig.
Eleanor Farjeon - Gunnar J. Gunnarsson
3. Vorið góða
Það seytlar inn í hjarta mitt
sem sólskin fagurhvítt,
sem vöggukvæði erlunnar,
svo undur fínt og blítt, (og blítt)
sem blæilmur frá víðirunni,
- vorið grænt og hlýtt.
(Veikar)
Ég breiði‘ út faðminn, heiðbjört tíbrá
hnígur mér í fang.
En báran kyssir unnarstein
og ígulker og þang. (og þang)
Nú hlæja loksins augu mín,
- nú hægist mér um gang.
Því fagurt er það, landið mitt,
og fagur er minn sjór.
Og aftur kemur yndi það,
sem einu sinni fór. (og brátt)
Og bráðum verð ég fallegur
- og bráðum verð ég stór.
Jóhannes úr Kötlum
4. Mikli Drottinn
Mikli Drottinn, dýrð sé þér,
dásemd þína‘ um aldaraðir
ásamt þínum englaher
allir lofa viljum glaðir,
falla þína fótskör á,
faðir, þína dýrð að sjá.
Lát þitt ríki lýsa vítt
löndin yfir frið að veita,
láttu fæðast lífið nýtt,
ljós þitt vorum hjörtum breyta,
láttu yfir lönd og höf
ljóma þína sigurgjöf.
Helgur andi, heiður þér
hver ein tunga‘ á jörðu færi.
Faðir, Guð, vér þökkum þér,
þér og Jesús, bróðir kæri.
Ástar þinnar eilíft ljós
oss sé blessun, vörn og hrós.
Ignaz Franz – Friðrik Friðriksson
5. Vorvísa
Tinda fjalla,
áður alla
undir snjá,
sín til kallar sólin há;
leysir hjalla,
skín á skalla,
skýi sem að brá
og sér fleygði frá.
Tekur buna
breið að duna
björgum á,
græn því una grundin má;
viður hruna
vatnafuna
vakna lauf og strá –
seinna seggir slá!
Snjórinn eyðist,
gata greiðist,
gumar þá
– ef þeim leiðist – leggja á;
hleypa skeið
og herða reið
og hrinda vetri frá;
hverfur dimmu dá.
Ekkert betra
eg í letri
inna má –
svo er vetri vikið frá;
uni fleti
hvur sem getur
heimskum gærum á. –
Önnur er mín þrá.
Jónas Hallgrímsson (samið 1845, alls 9 erindi)
6. Ó, þú sem elskar æsku mína
Ó, þú, sem elskar æsku mína
og yfir hana lætur skína
þitt auglit bjart, lát aldrei dvína
þá ást, sem leiðir, annast mig
um ævi minnar stig.
Ó, þú, sem leiðir lífsins strauma,
ég legg í hönd þér viljans tauma
og alla mína æskudrauma.
Ég hlusta‘ í djúpri þögn á þig,
er þú vilt fræða mig.
Ó, gjör mitt hjarta‘ að hörpu þinni,
svo hægt sem fljótt í sálu minni
ég heyri leikið, leik þar inni
af íþrótt lög, sem einn þú nær,
er ást þín strengi slær.
Friðrik Friðriksson
7. Sem barn komi heim (2x)
Það er sem barn komi heim að kvöldi
og krjúpi í hlýjan faðm.
Er kom ég til Guðs ég gerði mér ljóst,
að upp við hans brjóst átti ég heima.
Og ég var stödd á Guðs helga stað, (úúú)
þeim stað sem ætlaður var mér,
Ú ... (og ég fann að hér á ég heima)
og mig hjúfra í faðminum hans. / ... í faðminum hans.
Þórdís Klara Ágústsdóttir þýddi
8. Varstu þar
Varstu þar, er þeir deyddu Drottin minn? Varstu þar?
Varstu þar, er þeir deyddu Drottin minn?
Varstu þar? (o-o-o)
ó, hve mig sorgin náköld nístir, nístir, nístir.
Varstu þar, er þeir deyddu Drottin minn?
Varstu þar?
Sást‘ann negldan á krossins kalda tré? Sástu hann?
Sást‘ann negldan á krossins kalda tré?
Sástu hann? (o-o-o)
ó, hve mig sorgin náköld nístir, nístir, nístir.
Sást‘ann negldan á krossins kalda tré?
Sástu hann?
Varstu þar er þeir lögð‘ann lágt í gröf? Varstu þar?
Varstu þar er þeir lögð‘ann lágt í gröf?
Varstu þar? (o-o-o)
ó, hve mig sorgin náköld nístir, nístir, nístir.
Varstu þar er þeir lögð‘ann lágt í gröf?
Varstu þar?
Negrasálmur – Jón Hjörleifur Jónsson
9. Hallelúja
Þú gafst mér Jesús gleði‘ og frið,
ég gat sem barn þig talað við
og sorgin aldrei ýfði sálu mína.
Tilveran var traust og hlý,
tært var loftið, hvergi ský
og tilvalið að hrópa hallelúja.
Viðlag:
Hallelúja (4x) en (8x eftir síðasta erindið).
Táningsára öldurót
eftir það mér kom í mót.
Bjartar vonir brugðust eins og gengur.
Oft var kalt og oft var heitt,
eigi skildi‘ eg þetta neitt.
En samt ég reyndi‘ að segja hallelúja.
Nú leiðst við höfum langan veg,
ljúfi Jesús, þú og ég,
þú gafst mér styrk, ég stóð í skjóli þínu.
Er vinir brugðust, von og þrá,
varstu Drottinn enn mér hjá,
skýli mitt og skjöldur, hallelúja.
- Hækkun -
Þú barst mig gegnum erfið ár
og öll mín græddir hjartasár.
Enginn vinur er sem Drottinn Jesús.
Er burt hann fór, hann býr mér stað
og brátt ég fæ að reyna það
í sölum þeim að syngja hallelúja.
Jóhanna Karlsdóttir
10. Útvalið Guðs barn
Útvalið Guðs barn af algjörri náð
er ég, því skal honum þakklæti tjáð.
Jesús, sem fúslega fórnaði sér
fyrir mig, sjálfur mín hamingja er.
1. tenór (en aðrir Ú-a)
Útvalið Guðs barn hér á nógan styrk,
óttast ei þarf, þó að leiðin sé myrk.
Faðirinn vakir og barnið sitt ber
blíðlega‘ ef vegurinn torsóttur er.
Útvalið Guðs barn á erfðarétt sér.
Andinn er pantur sem gefinn því er.
Orðinu trúi‘ eg og frið Drottins finn
fylla mitt hjarta, þótt tár sé á kinn.
Útvalið Guðs barn, sem er svona ríkt,
eitt sinn mun sjá hann og verða‘ honum líkt.
Kórónu lífsins það krýna mun þá,
Kristur, sem dýrðina himnesku á.
....
Ú ...
Ú ...
Kórónu lífsins það krýna mun þá,
Kristur, sem dýrðina himnesku á.
Hafdis Reigstad – Lilja S. Kristjánsdóttir
11. Með Jesú vil ég vera
Með Jesú vil ég vera
á vegferð minni hér.
Guð, lát oss lifa saman
uns lokið ævi er.
Það er mín æðsta vegsemd,
já, eina hrósun mín,
að fylgja í hans fótspor
og flytja ljós er skín.
Ó, Jesús, lífsins ljósið,
þú lýsir upp minn veg
svo gleði hjartans glæðist,
þér glaður fylgi ég.
Þú fögnuð færir heimi,
sem fyrr frá Betlehem.
Ver leiðarljós mitt eina
á leið til þín, - ég kem.
Dam, dam ...
Elías Blix – Guðmundur Guðmundsson
12. Nú dvínar dagsins kliður
Rú, rú...
Nú dvínar dagsins kliður
og draumafróin kemur skjótt.
Nú ríkir ró og friður,
í runnum allt er hljótt.
Nú þagnar fuglafjöldi
á fögru sumarkvöldi
er dýrðleg nálgast nótt.
Á bak við heiði háa
er hnigin sól en ljómar þó
á himinhvolfið bláa,
á hæðir, vötn og skóg.
Um dal í faðmi fjalla
og fagra klettastalla
nú drottnar draumsæl ró.
Hér eru yndisstundir
og allt sem hugann gleðja má.
Er eygló gengur undir
skín æðri sól oss hjá.
Og blessun Guðs oss geymir
svo góðan svein þá dreymir
um himinveldin há.
Friðrik Friðriksson
13. Til hvíldar Guð minn gegn ég nú
Til hvíldar, Guð minn, geng ég nú
og gæsku fel mig þinni.
Sem vinur hjá mér vakir þú
og verndar hverju sinni.
Ég ljós og gleði þakka þér
á þessum liðna degi.
Þeim hrygga‘ og breyska huggun ver
og hjálp á ævivegi.
Já, viltu styrkja‘ og vernda mig
og vini alla mína.
Ég vitni bera vil um þig,
:,: í verki hlýðni sýna.:,;
Lilja S. Kristjánsdóttir þýddi
14. Um alla eilífð lofa ég minn Guð
Allir syngja einraddað
Um alla eilífð lofa ég minn Guð af lífi‘ og sál
og heiðra nafn hans í ljóði og söng.
Allt böl og mæða burtu víkur, kemur bænamál,
og ég fæ fundið blessun Drottins dægrin löng.
Kór:
Hann er dýrðarfaðir
og fullur kærleika,
hann er almáttugur Drottinn og Guð.
Hann er dýrðarfaðir
og fullur kærleika,
hann er almáttugur Drottinn og Guð.
Ó, ó, ó, ó.
Raddað
Um alla eilífð lofa ég minn Guð af lífi‘ og sál
og heiðra nafn hans í ljóði og söng.
Allt böl og mæða burtu víkur, kemur bænamál,
og ég fæ fundið blessun Drottins dægrin löng.
2. tenór Aðrir:
Hann er dýrðarfaðir Hann er
og fullur kærleika, dýrðar
hann er almáttugur Drottinn og Guð. faðir.
1. tenór Aðrir:
Hann er dýrðarfaðir Almáttugur
og fullur kærleika, Drottinn
hann er almáttugur Drottinn og Guð. Guð.
Ó, ó, ó, ó.
Um alla eilífð ... o.s.frv.
Guðni Einarsson þýddi
15. Kvöldsöngur / Avondzang
Ég sé hve ljómi dagsins dvín
er dýrðleg sól ei framar skín.
Þá lít ég geislum stráða strönd,
þar stjarna skín á hvíldar lönd.
Þú litið getur gyllta strönd,
þín gætir stjarna‘ um himna lönd.
Þar hvorki berst þér böl né kross,
í bústað Drottins öðlast hnoss.
Viðlög:
Komdu þá syndari, líttu á lambið Guðs náðar,
leið fyrir okkur og þvoði af gjörvalla synd.
Sáttanna leitaðu, líður þinn tími von bráðar.
Lífið hann gefa vill okkur og í sinni mynd.
Til Golgata líttu, hann bráðum þig ber,
er básúnanna þar gellur her.
Kom til hans sem lifir, ég lært hef og skil,
hann lífið mun veita, ert þú alveg til?
Sú vonarstjarna væn ert þú,
enn væntum þess að gefist trú.
Er morgunstjarnan skín svo skær,
þá skal sá bjarmi færast nær.
Viðlög:
Komdu þá syndari ...
Til Golgata líttu ...
Ert þú alveg til?
Ert þú alveg til?
Um eilífðarbil.
Þorgils Hlynur Þorbergsson þýddi / höf. ókunnur
16. Hversu gott á göngu lífsins
Hversu gott á göngu lífsins,
Guðs mig leiðir föðurhönd
gegnum ótal heimsins hættur,
beint að himins fögru strönd.
Viðlag:
Þar mun lambsins sigursöngur
svella líkt og margra vatna gnýr
er því fyrir fórnarblóðið
verður fluttur óður nýr.
Hér í útlegð oft vill hljóðna
okkar þökk og lofsöngsmál.
Fyrirheit um föðurlandið
gefa friðinn hrelldri sál.
Vinir oft hér verða‘ að skilja,
væta harmatárin brá.
En á himni' er eilíf gleði,
þar við erum Jesú hjá.
Bæn mín er, að öll við mætumst
uppi‘ í sölum frelsarans,
enginn verði eftir skilinn
þegar ómar lúður hans.
Joel Blomquist – Lilja S. Kristjánsdóttir
17. Ó, vef mig vængjum þínum
Ó, vef mig vængjum þínum
til verndar, Jesú, hér,
og ljúfa hvíld mér ljáðu,
þótt lánið breyti sér.
Vert þú mér allt í öllu,
mín æðsta speki‘ og ráð,
og lát um lífs míns daga
mig lifa‘ af hreinni náð.
Tak burtu brot og syndir
með blóði, Jesú minn,
og hreint mér gefðu hjarta
og helgan vilja þinn.
Mig geym í gæslu þinni.
Mín gæti náð þín blíð,
að frið og hvíld mér færi
hin fagra næturtíð.
Næturtíð, næturtíð. (allir nema 1. tenór)
Linda Sandell – Magnús Runólfsson
18. Þér lof vil ég ljóða
Þér lof vil ég ljóða,
þú, lausnarinn þjóða,
er gafst allt hið góða
af gæsku og náð.
Þá miskunn og mildi
ég miklaði‘ ei sem skyldi,
þótt vegsama‘ æ ég vildi
þá visku og dáð.
Er líkn þína lít ég,
þá lofa þig hlýt ég,
því náðar æ nýt ég,
sem ný er hvern dag.
Nú heyri ég hljóma
þá helgu leyndardóma,
sem englaraddir óma
við eilífðarlag:
„Sjá lof allra lýða
og landa og tíða
þér ber, lamb Guðs blíða
frá blóðdrifnum stig.
Frá djöfli og dauða,
frá dómi syndanauða,
þú leystir lýði snauða,
því lofum vér þig.“
Vér lofum þig.
Bjarni Eyjólfsson
Heilaga vissa
Heilaga vissa, hirðirinn minn
herrann er sjálfur, gleði ég finn.
Lifandi staðreynd orðin það er:
Endurlausn Jesús vann handa mér.
Viðlag:
Gleði míns hjarta orðinn hann er,
óslitin lofgjörð Jesú því ber.
Síðar á himni lofa ég hann,
hjálpræði’ og náð er sekum mér vann.
Öllu ég sleppti. Allt með því vann,
eilífa lífið, Jesúm, ég fann,
himnana opna’ og engla ég sá
unaðsboð flytja himninum frá.
Örugga hvíld nú eignast ég hef.
Engan um meiri gæði ég kref.
Sál mín er frelsuð, fyrir mig galt
frelsarinn Jesús – hann er mér allt.
Frances Jane Crosby – Bjarni Eyjólfsson
Ver hjá mér, herra
Ver hjá mér, Herra, dagur óðum dvín,
nú dimman vex, ó, komdu nú til mín.
Og þegar enga hjálp er hér að fá,
þú, hjálparlausra líknin, vert mér hjá.
Ég nálægð þína þarf á hverri stund,
í þraut og freisting bjargar eitt: þín mund.
Hve ljúft og öruggt leiðsögn þína‘ að fá.
Í ljósi‘ og myrkri , Drottinn, vert mér hjá.
Ó, birstu mér, er bresta augun mín,
og bentu mér í gegnum húm til þín,
þá ljómar dagur, líða myrkrin frá.
Í lífi‘ og dauða, Jesús, vert mér hjá.
Henry Francis Lyte – Friðrik Friðriksson