Fundargerðir stjórnar Karlakórsins
Starfsárið 2019 – 2020
8. stjórnarfundur 8. mars 2020
Samráð var haft milli stjórnarmanna og Laufeyjar gegnum tölvupóst.
Eitt mál á dagskrá: Covid-19 veirusjúkdómurinn og viðbrögð við ráðleggingum landlæknisembættisins.
Niðurstaðan var að senda kórfélögum eftirfarandi tölvupóst:
Í ljósi þróunar Covid-19 smita hér á landi og þeim ráðleggingum og leiðbeiningum sem Landlækniir hefur sent frá sér hefur stjórn Karlakórs KFUM tekið þá ákvörðun að fella niður æfingar kórsins á mánudögum í þeirri mynd sem verið hefur. Ástæður þessarar ákvörðunar eru m.a. að:
Eins og gefur að skilja hefur þessi ákvörðun í för með sér að við frestum aðalfundinum sem átti að vera 16. mars eftir rúma viku þar til aðstæður hafa breyst.
Af þessu leiðir að Karlakórinn getur ekki haldið til streytu að syngja í messu kl 11 í Grensáskirkju eftir viku, sem er lokasamkoma kristniboðsvikunnar. Okkur þykir að sjálfsögðu leitt að geta ekki staðið við það sem við vorum beðnir um, en aðstæður leyfa ekki annað.
Við skulum ekki missa móðinn. Verum í bæn fyrir hverjir öðrum og fyrir þeim sem eru á bænalistanum okkar.
Með bróðurkveðju og blessunaróskum
f.h. stjórnar kórsins
Guðlaugur Gunnarsson
7. stjórnarfundur 2. mars 2020
Mættir: Guðlaugur Gunnarsson, Þórarinn Björnsson og Sigurbjörn Sveinsson. Gestir: Laufey Geirlaugsdóttir og Ásta Haraldsdóttir.
Þetta var tekið fyrir:
1. Sigurjón Gunnarsson hefur fallist á framboð til gjaldkera kórsins.
2. Ræddir reikningar kórsins. Þórarinn og fjármálastjóri KFUM & K hafa komist að niðurstöðu um lykiltölur í reikningum kórsins og innistæður hans á skrifstofunni. Tillaga að reikningi tilbúin til umfjöllunar á komandi ársfundi kórsins.
3. Vinnuplan óbreytt frá síðasta stjórnarfundi um vorferð kórmeðlima og maka. Grímur Pétursson ætlar að athuga með möguleika á rútu. Vel hefur verið tekið í komu okkur á Sólheima í Grímsnesi. Forsæti/Húsið ræðst svolítið af aðgangseyri.
Fleira ekki tekið fyrir.
Sigurbjörn Sveinsson
6. stjórnarfundur 27. janúar 2020
Mættir: Guðlaugur Gunnarsson, Þórarinn Björnsson og Sigurbjörn Sveinsson.
Gestir: Laufey Geirlaugsdóttir og Ásta Haraldsdóttir.
Þetta var tekið fyrir:
1. Ársfundur árið 2020 verður 16. mars skv. fréttabréfi KFUM & KFUK.
2. Samþ. að óska eftir því við Sigurjón Gunnarsson að taka að sér gjaldkeraembættið frá og með næsta ársfundi. Guðmundur Guðjóns til vara.
3. Ræddir reikningar kórsins. Þórarinn gerði grein fyrir misræmi milli reikninganna og stöðu kórsins hjá aðalskrifstofu. Formanni og gjaldkera falið að
ræða málið áfram við fjármálastjóra skrifstofunnar. Þeirri skoðun var lýst að ekki verði unnt að leggja fram reikningana á ársfundi nema að stemmi við innistæður hjá aðalskrifstofu.
4. Vortónleikar verða að kvöldi sunnudagsins 3. maí.
5. Vorferð kórmeðlima og maka er ráðgerð sunnudaginn 10. eða til vara 17. maí. Bráðabirgðaáætlun gerir ráð fyrir sameiginlegri rútuferð frá Holtavegi um
kaffileytið. Farið verður að Forsæti í Flóa og síðan að Sólheimum í Grímsnesi þar sem sungið verður fyrir heimilismenn og snæddur kvöldverður. (Einnig er
tillaga um að koma við í Húsinu á Eyrarbakka en það þarfnast nánari athugunar.) Allt er þetta óstaðfest.
Fleira ekki tekið fyrir.
Sigurbjörn Sveinsson
5. stjórnarfundur 23. september 2019
Mættir: Guðlaugur Gunnarsson, Þórarinn Björnsso og Sigurbjörn Sveinsson. Gestir: Laufey Geirlaugsdóttir og Ásta Haraldsdóttir.
Þetta var tekið fyrir:
1. Sigurbjörn tekur að sér að halda utan um „orð og bæn“.
2. Þórarinn fór yfir fjármálin.
a. Staðan er góð.
b. Eina greiðslu vantar fyrir útfararsöng. Greiðslan verður ekki gefin eftir.
c. Þórarinn leggur til að stofnaður verði nýr reikningur, sem ber e-a vexti. Lagt til að hann verði stofnaður og eldri reikningi lokað fyrir áramót.
3. Máltíðir í æfingabúðum í Vindáshlíð. Vantar kokka. Ákveðið að auglýsa eftir kokkum meðal félagsmanna á komandi æfingu.
4. Næstu viðburðir:
a. KFUM-messa í Keflavíkurkirkju 13. október.
b. Æfingabúðir í Vindáshlíð 8. – 9. nóvember.
c. Jólatónleikar 11. desember.
5. Rætt um ný lög og texta.
Fleira ekki tekið fyrir.
4. stjórnarfundur 3. júní 2019
Þetta var tekið fyrir:
Enn var rætt um nokkur atriði er varða Færeyjaferð.
1. Ákveðið að sýna þakklæti þeim, sem koma að skipulagi ferðarinnar eða taka
þátt í að gera hana mögulega, með því að gefa þeim gjafir sem þakklætisvott.
Þórarni falið að kaupa viðeigandi bækur og kort.
2. Ákveðið að athuga með „séraFriðriksfána“ sem gjafir handa þeim, sem á móti
kórnum taka í Færeyjum.
Fleira ekki tekið fyrir.
Sigurbjörn Sveinsson.
3. stjórnarfundur 20. maí 2019
Gestir: Laufey Geirlaugsdóttir, Ólafur Jóhannsson og Ingi Gunnar.
Þetta var tekið fyrir:
Rætt var um nokkur atriði er varða Færeyjaferð.
1. Ráðstöfun lausra sæta og forföll. Öllum sætum hefur verið ráðstafað.
2. Ávarp kórfélaga í Ebeneser.
3. Skipulag næringar og máltíða.
4. Bókunarfyrirkomulag flugfélags. Stungið upp á upplýsinga- og samræmingarfundi fyrir alla ferðafélaga eftir æfingu 3. júní. Ekki frágengið.
Fleira ekki tekið fyrir.
Sigurbjörn Sveinsson.
2. stjórnarfundur 1. apríl 2019
Þetta var tekið fyrir:
1. Yfirskrift tónleikanna 1. maí og í Færyejum verður „Heyr himna smiður“.
2. Aðgangseyrir hér heima 2.500 kr. en frítt inn í Færeyjum. Ef samskot þá gangi þau til húsráðenda.
3. Þórarinn býðst til að leiða gönguferð um nágrenni Kaldársels í maí eða júní. Kynnt á netinu eftir veðurútliti. Áhugi fyir einni eða tveimur gönguferðum eða kvöldgöngum í sumar. Til athugunar.
4. Hugmynd varpað fram um samkomu með samsöng Kvenna- og Karlakórs. Jafnvel taka lag í blönduðum kór. Leiða einraddaðan almennan söng. Til athugunar.
5. Hugmynd um upptöku fyrir „You Tube“ svipað og gert hefur verið á norðurlöndum með "Minns du sången" eða "Geither Homecoming" í USA. Til athugunar.
Sigurbjörn Sveinsson.
1. stjórnarfundur 25. mars 2019
Stjórnin skipti með sér störfum: Þórarinn er áfram Gjaldkeri, Sigurbjörn tekur við hlutverki ritara af Guðlaugi sem tekur við sæti formanns af Inga Boga sem lét af störfum.
8. stjórnarfundur 8. mars 2020
Samráð var haft milli stjórnarmanna og Laufeyjar gegnum tölvupóst.
Eitt mál á dagskrá: Covid-19 veirusjúkdómurinn og viðbrögð við ráðleggingum landlæknisembættisins.
Niðurstaðan var að senda kórfélögum eftirfarandi tölvupóst:
Í ljósi þróunar Covid-19 smita hér á landi og þeim ráðleggingum og leiðbeiningum sem Landlækniir hefur sent frá sér hefur stjórn Karlakórs KFUM tekið þá ákvörðun að fella niður æfingar kórsins á mánudögum í þeirri mynd sem verið hefur. Ástæður þessarar ákvörðunar eru m.a. að:
- karlar eru í meiri hættu en konur að fá sjúkdóminn
- við erum flestir á þeim aldri sem talinn er í mestri hættu að fá alvarleg einkenni og fer áhættan vaxandi með aldri
- margir okkar hafa undirliggjandi sjúkdóma sem auka hættuna og ýmsir jafn vel að glíma við veikindi og er ráðlagt frá að vera í samneyti við fólk í almennu rými
Eins og gefur að skilja hefur þessi ákvörðun í för með sér að við frestum aðalfundinum sem átti að vera 16. mars eftir rúma viku þar til aðstæður hafa breyst.
Af þessu leiðir að Karlakórinn getur ekki haldið til streytu að syngja í messu kl 11 í Grensáskirkju eftir viku, sem er lokasamkoma kristniboðsvikunnar. Okkur þykir að sjálfsögðu leitt að geta ekki staðið við það sem við vorum beðnir um, en aðstæður leyfa ekki annað.
Við skulum ekki missa móðinn. Verum í bæn fyrir hverjir öðrum og fyrir þeim sem eru á bænalistanum okkar.
Með bróðurkveðju og blessunaróskum
f.h. stjórnar kórsins
Guðlaugur Gunnarsson
7. stjórnarfundur 2. mars 2020
Mættir: Guðlaugur Gunnarsson, Þórarinn Björnsson og Sigurbjörn Sveinsson. Gestir: Laufey Geirlaugsdóttir og Ásta Haraldsdóttir.
Þetta var tekið fyrir:
1. Sigurjón Gunnarsson hefur fallist á framboð til gjaldkera kórsins.
2. Ræddir reikningar kórsins. Þórarinn og fjármálastjóri KFUM & K hafa komist að niðurstöðu um lykiltölur í reikningum kórsins og innistæður hans á skrifstofunni. Tillaga að reikningi tilbúin til umfjöllunar á komandi ársfundi kórsins.
3. Vinnuplan óbreytt frá síðasta stjórnarfundi um vorferð kórmeðlima og maka. Grímur Pétursson ætlar að athuga með möguleika á rútu. Vel hefur verið tekið í komu okkur á Sólheima í Grímsnesi. Forsæti/Húsið ræðst svolítið af aðgangseyri.
Fleira ekki tekið fyrir.
Sigurbjörn Sveinsson
6. stjórnarfundur 27. janúar 2020
Mættir: Guðlaugur Gunnarsson, Þórarinn Björnsson og Sigurbjörn Sveinsson.
Gestir: Laufey Geirlaugsdóttir og Ásta Haraldsdóttir.
Þetta var tekið fyrir:
1. Ársfundur árið 2020 verður 16. mars skv. fréttabréfi KFUM & KFUK.
2. Samþ. að óska eftir því við Sigurjón Gunnarsson að taka að sér gjaldkeraembættið frá og með næsta ársfundi. Guðmundur Guðjóns til vara.
3. Ræddir reikningar kórsins. Þórarinn gerði grein fyrir misræmi milli reikninganna og stöðu kórsins hjá aðalskrifstofu. Formanni og gjaldkera falið að
ræða málið áfram við fjármálastjóra skrifstofunnar. Þeirri skoðun var lýst að ekki verði unnt að leggja fram reikningana á ársfundi nema að stemmi við innistæður hjá aðalskrifstofu.
4. Vortónleikar verða að kvöldi sunnudagsins 3. maí.
5. Vorferð kórmeðlima og maka er ráðgerð sunnudaginn 10. eða til vara 17. maí. Bráðabirgðaáætlun gerir ráð fyrir sameiginlegri rútuferð frá Holtavegi um
kaffileytið. Farið verður að Forsæti í Flóa og síðan að Sólheimum í Grímsnesi þar sem sungið verður fyrir heimilismenn og snæddur kvöldverður. (Einnig er
tillaga um að koma við í Húsinu á Eyrarbakka en það þarfnast nánari athugunar.) Allt er þetta óstaðfest.
Fleira ekki tekið fyrir.
Sigurbjörn Sveinsson
5. stjórnarfundur 23. september 2019
Mættir: Guðlaugur Gunnarsson, Þórarinn Björnsso og Sigurbjörn Sveinsson. Gestir: Laufey Geirlaugsdóttir og Ásta Haraldsdóttir.
Þetta var tekið fyrir:
1. Sigurbjörn tekur að sér að halda utan um „orð og bæn“.
2. Þórarinn fór yfir fjármálin.
a. Staðan er góð.
b. Eina greiðslu vantar fyrir útfararsöng. Greiðslan verður ekki gefin eftir.
c. Þórarinn leggur til að stofnaður verði nýr reikningur, sem ber e-a vexti. Lagt til að hann verði stofnaður og eldri reikningi lokað fyrir áramót.
3. Máltíðir í æfingabúðum í Vindáshlíð. Vantar kokka. Ákveðið að auglýsa eftir kokkum meðal félagsmanna á komandi æfingu.
4. Næstu viðburðir:
a. KFUM-messa í Keflavíkurkirkju 13. október.
b. Æfingabúðir í Vindáshlíð 8. – 9. nóvember.
c. Jólatónleikar 11. desember.
5. Rætt um ný lög og texta.
Fleira ekki tekið fyrir.
4. stjórnarfundur 3. júní 2019
Þetta var tekið fyrir:
Enn var rætt um nokkur atriði er varða Færeyjaferð.
1. Ákveðið að sýna þakklæti þeim, sem koma að skipulagi ferðarinnar eða taka
þátt í að gera hana mögulega, með því að gefa þeim gjafir sem þakklætisvott.
Þórarni falið að kaupa viðeigandi bækur og kort.
2. Ákveðið að athuga með „séraFriðriksfána“ sem gjafir handa þeim, sem á móti
kórnum taka í Færeyjum.
Fleira ekki tekið fyrir.
Sigurbjörn Sveinsson.
3. stjórnarfundur 20. maí 2019
Gestir: Laufey Geirlaugsdóttir, Ólafur Jóhannsson og Ingi Gunnar.
Þetta var tekið fyrir:
Rætt var um nokkur atriði er varða Færeyjaferð.
1. Ráðstöfun lausra sæta og forföll. Öllum sætum hefur verið ráðstafað.
2. Ávarp kórfélaga í Ebeneser.
3. Skipulag næringar og máltíða.
4. Bókunarfyrirkomulag flugfélags. Stungið upp á upplýsinga- og samræmingarfundi fyrir alla ferðafélaga eftir æfingu 3. júní. Ekki frágengið.
Fleira ekki tekið fyrir.
Sigurbjörn Sveinsson.
2. stjórnarfundur 1. apríl 2019
Þetta var tekið fyrir:
1. Yfirskrift tónleikanna 1. maí og í Færyejum verður „Heyr himna smiður“.
2. Aðgangseyrir hér heima 2.500 kr. en frítt inn í Færeyjum. Ef samskot þá gangi þau til húsráðenda.
3. Þórarinn býðst til að leiða gönguferð um nágrenni Kaldársels í maí eða júní. Kynnt á netinu eftir veðurútliti. Áhugi fyir einni eða tveimur gönguferðum eða kvöldgöngum í sumar. Til athugunar.
4. Hugmynd varpað fram um samkomu með samsöng Kvenna- og Karlakórs. Jafnvel taka lag í blönduðum kór. Leiða einraddaðan almennan söng. Til athugunar.
5. Hugmynd um upptöku fyrir „You Tube“ svipað og gert hefur verið á norðurlöndum með "Minns du sången" eða "Geither Homecoming" í USA. Til athugunar.
Sigurbjörn Sveinsson.
1. stjórnarfundur 25. mars 2019
Stjórnin skipti með sér störfum: Þórarinn er áfram Gjaldkeri, Sigurbjörn tekur við hlutverki ritara af Guðlaugi sem tekur við sæti formanns af Inga Boga sem lét af störfum.