Ársfundur Karlakórs KFUM haldinn mánudagskvöldið 12. mars 2018 á Holtavegi 28
Formaður kórstjórnar, Ingi Bogi Bogason setti fundinn og stakk upp á Páli Skaftasyni sem fundarstjóra sem var samþykkt
samhljóða.
Fundarstjóri bar upp tillögu stjórnar um að Einar Hilmarsson verði settur fundarritari og var það einnig samþykkt mótþróalaust.
Skýrsla stjórnar
Formaður las skýrslu stjórnar í fjarveru ritarans Gunnars Finnbogasonar.
Ein athugasemd kom frá Laufeyju um að ekki væri getið um minningarstund sem haldin var um Gunnar Bjarnason í Skálholti
þegar kórinn var þar með tónleika s.l. vor. Ekki er í samþykktum kórsins gert ráð fyrir að skýrslan sé samþykkt af fundinum en var
hún þökkuð með lófataki.
Reikningar
Þórarinn Björnsson gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum með þeim hætti að engar athugasemdir komu fram. Tap á rekstri ársins
er 257.276 kr. og eigið fé í árslok var 886.681 kr.
Reikningarnir voru samþykktir með sameiginlegu lófataki.
Árgjald
Stjórnin lagði til að árgjald verði hækkað um 4000 kr. ári en það hefur verið 20.000 kr. frá upphafi en verður 24.000 kr. við
samþykkt.
Líflegar umræður voru um tillöguna. Spurt var um hvort ástæða væri til hækkunar með tæp 900 þús. í eigið fé og um tilgang þess
að safna í sjóð. Gjaldkeri telur eðlilegt að eiga milljón kr. í sjóði fyrir kór sem þennan. Ástæða hækkunarinnar er helst hækkun á
launum í þjóðfélaginu. Spurt var um hvort ekki væri ástæða til að halda gjaldinu í lágmarki m.a. til að auðvelda ungum mönnum
að vera með en ekki var talin ástæða til þess og var hækkunin samþykkt með meirihluta atkvæða.
Kjör skoðunarmanna reikninga
Skoðunarmenn voru valdir Páll Skaftason og Snorri Halldórsson.
Kjör stjórnarmanna
Fram kom að sú hefð hefur skapast að menn sitji 3 ár í stjórn og gangi einn úr árlega.
Gunnar Finnbogason hefur setið í 3 ár og er því kosinn maður í hans stað.
Ingi Bogi Bogason hefur setið í 2 ár og Þórarinn Björnsson í 1 ár
Einn gaf kost á sér, Guðlaugur Gunnarsson og var hann því sjálfkjörinn með lófataki.
Önnur mál
Jarle spyr um tekjuafgang og ástæðu fyrir hækkun árgjalds og var það rætt lítillega.
Einar spyr um hvort einhver stefna sé í sambandi við gjafir. Fram kom að svo er ekki. Kallaði hann eftir því að slík stefna verði
gerð. Ásmundur sagðist vita til að gjarnan væri miðað við tíund af veltu í styrki.
Kári spyr hvort rétt sé að setja lágmark á eigið fé sjóðsins og Óli lagði til að eigið fé í árslok dugi fyrir rekstri kórsins í eitt ár.
Guðmundur Guðlaugsson leggur til að kórinn gefi 100.000 kr. til Vindáshlíðar þar sem hann minnist þess ekki að kórinn hafi gefið
þangað, en gefið til annarra sumarbúða KFUM og K. Var nokkur samstaða um þetta og var tillagan samþykkt.
Guðlaugur Gunnarsson lagði til að árlega verði farið í æfingabúðir í Vatnaskóg, en það hefur verið svo í tvígang en var ekki í vetur.
Fékk tillagan góðar undirtektir fundarmanna.
Að lokum þakkaði Ingi Bogi ýmsum aðilum fyrir störf í þágu kórsins. Gulla fyrir heimasíðuna, Sigga Jó fyrir að laga kaffi, Hans fyrir
að taka manntal á æfingum, Stefáni Inga fyrir auglýsingu á Lindinni og Jóhannesi Sigurðssyni (syni Sigga Jó) fyrir að sjá um gerð
auglýsinga og aðgangsmiða. Þá þakkaði hann öllum sem tóku þátt í fundinum fyrir framlag og þátttöku.
Lauk fundinum með því að formaður faðmaði stjórnanda og undirleikara og færði þeim blómvönd frá kórfélögum.
Hotavegi 28, 12. mars 2018
Einar Hilmarsson fundarritari
samhljóða.
Fundarstjóri bar upp tillögu stjórnar um að Einar Hilmarsson verði settur fundarritari og var það einnig samþykkt mótþróalaust.
Skýrsla stjórnar
Formaður las skýrslu stjórnar í fjarveru ritarans Gunnars Finnbogasonar.
Ein athugasemd kom frá Laufeyju um að ekki væri getið um minningarstund sem haldin var um Gunnar Bjarnason í Skálholti
þegar kórinn var þar með tónleika s.l. vor. Ekki er í samþykktum kórsins gert ráð fyrir að skýrslan sé samþykkt af fundinum en var
hún þökkuð með lófataki.
Reikningar
Þórarinn Björnsson gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum með þeim hætti að engar athugasemdir komu fram. Tap á rekstri ársins
er 257.276 kr. og eigið fé í árslok var 886.681 kr.
Reikningarnir voru samþykktir með sameiginlegu lófataki.
Árgjald
Stjórnin lagði til að árgjald verði hækkað um 4000 kr. ári en það hefur verið 20.000 kr. frá upphafi en verður 24.000 kr. við
samþykkt.
Líflegar umræður voru um tillöguna. Spurt var um hvort ástæða væri til hækkunar með tæp 900 þús. í eigið fé og um tilgang þess
að safna í sjóð. Gjaldkeri telur eðlilegt að eiga milljón kr. í sjóði fyrir kór sem þennan. Ástæða hækkunarinnar er helst hækkun á
launum í þjóðfélaginu. Spurt var um hvort ekki væri ástæða til að halda gjaldinu í lágmarki m.a. til að auðvelda ungum mönnum
að vera með en ekki var talin ástæða til þess og var hækkunin samþykkt með meirihluta atkvæða.
Kjör skoðunarmanna reikninga
Skoðunarmenn voru valdir Páll Skaftason og Snorri Halldórsson.
Kjör stjórnarmanna
Fram kom að sú hefð hefur skapast að menn sitji 3 ár í stjórn og gangi einn úr árlega.
Gunnar Finnbogason hefur setið í 3 ár og er því kosinn maður í hans stað.
Ingi Bogi Bogason hefur setið í 2 ár og Þórarinn Björnsson í 1 ár
Einn gaf kost á sér, Guðlaugur Gunnarsson og var hann því sjálfkjörinn með lófataki.
Önnur mál
Jarle spyr um tekjuafgang og ástæðu fyrir hækkun árgjalds og var það rætt lítillega.
Einar spyr um hvort einhver stefna sé í sambandi við gjafir. Fram kom að svo er ekki. Kallaði hann eftir því að slík stefna verði
gerð. Ásmundur sagðist vita til að gjarnan væri miðað við tíund af veltu í styrki.
Kári spyr hvort rétt sé að setja lágmark á eigið fé sjóðsins og Óli lagði til að eigið fé í árslok dugi fyrir rekstri kórsins í eitt ár.
Guðmundur Guðlaugsson leggur til að kórinn gefi 100.000 kr. til Vindáshlíðar þar sem hann minnist þess ekki að kórinn hafi gefið
þangað, en gefið til annarra sumarbúða KFUM og K. Var nokkur samstaða um þetta og var tillagan samþykkt.
Guðlaugur Gunnarsson lagði til að árlega verði farið í æfingabúðir í Vatnaskóg, en það hefur verið svo í tvígang en var ekki í vetur.
Fékk tillagan góðar undirtektir fundarmanna.
Að lokum þakkaði Ingi Bogi ýmsum aðilum fyrir störf í þágu kórsins. Gulla fyrir heimasíðuna, Sigga Jó fyrir að laga kaffi, Hans fyrir
að taka manntal á æfingum, Stefáni Inga fyrir auglýsingu á Lindinni og Jóhannesi Sigurðssyni (syni Sigga Jó) fyrir að sjá um gerð
auglýsinga og aðgangsmiða. Þá þakkaði hann öllum sem tóku þátt í fundinum fyrir framlag og þátttöku.
Lauk fundinum með því að formaður faðmaði stjórnanda og undirleikara og færði þeim blómvönd frá kórfélögum.
Hotavegi 28, 12. mars 2018
Einar Hilmarsson fundarritari