KARLAKÓR KFUM
  • Heim
    • Samþykktir
    • Stjórnarfundir
    • Ársskýrsla 2020
    • Ársskýrsla 2019
    • Ársskýrsla 2018
    • Ársskýrsla 2017
    • Ársskýrsla 2016
    • Ársskýrsla 2015
    • Ársskýrsla 2014-15
    • Ársskýrsla 2013-14
    • Skýrsla ársfundar 2020
    • Skýrsla ársfundar 2019
    • Skýrsla ársfundar 2018
    • Skýrsla ársfundar 2017
    • Skýrsla ársfundar 2016
    • Skýrsla ársfundar 2015
    • Skýrsla ársfundar 2014
    • Skýrsla ársfundar 2013
  • SÖNGLÖG
  • JÓLALÖG
  • DAGSKRÁ
    • Jólasöngvar 2020
    • Söngvar vor 2021
    • Midakaup_leidbeiningar
  • Fréttir
  • BÆNALISTI
  • SÖNGBLÖÐ
  • Söngvar vor 2021

Ársfundur Karlakórs KFUM haldinn mánudaginn 3. apríl 2017

​að lokinni kóræfingu í húsnæði KFUM og KFUK við Holtaveg

Fundinn sátu 32 kórfélagar, Laufey kórstjóri, Ásta píanóleikari og Auður Pálsdóttir, formaður
KFUM og KFUK á Íslandi.
Upphafsorð og bæn: Gunnar J. Gunnarsson las í upphafi fundar I. Pét. 3.8, hugleiddi versið
stuttlega og byrjaði fundinn með bæn.
Ingi Bogi Bogason, formaður kórstjórnar, bauð viðstadda velkomna á ársfund kórsins, en til
hans var boðað eins og samþykktir kórsins gera ráð fyrir.
1. Fundarstjóri: Magnús Pálsson var kosinn fundarstjóri með lófataki.
2. Fundarritari: Þórarinn Björnsson var kosinn fundarritari með lófataki.
3. Skýrsla stjórnar: Gunnar Finnbogason, ritari kórstjórnar, flutti skýrslu stjórnar um liðið
starfsár. Skýrslan er skráð í heild sinni í Ársskýrslu KFUM og KFUK á Íslandi - Starfsárið 2016-
2017 bls. 23. Fram kom í umræðum um skýrsluna að kórfélagar hafi í vor verið 38 samtals.
4. Ársreikningur kórsins: Pétur Ásgeirsson, fráfarandi gjaldkeri kórstjórnar, gerði grein fyrir
ársreikningi kórsins árið 2016 og dreifði yfirliti yfir efnahags- og ársreikninga kórsins fyrir árin
2012 til 2016. Vegna ábendingar á síðasta ársfundi um ógreidd æfingagjöld sagði Pétur að
rétt þætti að tilgreina einungis greidd æfingagjöld í ársreikningum. Hann mælti með því að
tímanlega væri rætt við Skógarmenn um gjald fyrir æfingabúðir í Vatnaskógi og útskýrði
uppgreiðslu á skuld við KFUM og KFUK sem tilgreind var í ársreikningi kórsins í fyrra. Þar var
einungis um að ræða útlagðan kostnað sem skrifstofa félaganna hafði lagt út fyrir kórinn en
sú skuld væri nú að fullu greidd. Hann benti á að ársreikningurinn lægi fyrir undirritaðir af
kórstjórn og skoðunarmönnum. Að umræðum loknum var ársreikningurinn samþykktur
samhljóða.
5. Skoðunarmenn ársreiknings: Páll Skaftason og Sigurður Jóhannesson voru endurkosnir
sem skoðunarmenn ársreiknings fyrir næsta starfsár með lófataki.
6. Kosning í stjórn: Þórarinn Björnsson var með lófataki kosinn gjaldkeri kórstjórnar í stað
Péturs Ásgeirssonar sem gegnt hafði því starfi síðustu þrjú árin.
7. Önnur mál:
a) Tillaga um 250.000 kr. aðstöðugjald: Pétur Ásgeirsson bar fram eftirfarandi tillögu
fráfarandi kórstjórnar: ... – Tillagan var samþykkt samhljóða.
b) Tillaga um 100.000 kr. gjöf til Hólavatns: Pétur Ásgeirsson bar fram eftirfarandi
tillögu fráfarandi kórstjórnar: ... – Tillagan var samþykkt samhljóða. Í umræðum kom
fram að e.t.v. væri næst komið að því að veita Vindáshlíð styrk. Þá var ánægju lýst
með það að ákvarðanir í þessu efni væru bornar undir ársfund.
c) Tillaga um 10.000 kr. misserisgjald. Fyrir hönd fráfarandi og nýkosinnar stjórnar
kórsins lagði fundarritari til að misserisgjald kórfélaga yrði áfram 10.000 kr. næsta
starfsár. Sigurbjörn Sveinsson lagði til 25% hækkun og urðu nokkrar umræður í 
kjölfarið. Bent var á að of hátt gjald gæti fælt efnaminni einstaklinga frá því að
gerast kórfélagar en aukin framlög væru auðvitað vel þegin frá þeim sem vildu og
treystu sér til. Viðraðar voru hugmyndir um það hvort námsmenn og jafnvel eldri
kórfélagar ættu að njóta afsláttar á misserisgjaldi og hvort rétt væri að nýir
kórfélagar væru undanþegnir misserisgjaldi í upphafi. Niðurstaðan var sú að 10.000
kr. misserisgjald var samþykkt fyrir næsta starfsár. Jafnframt var samþykkt að fela
stjórn kórsins að gera drög að reglum um hugsanlega afslætti á misserisgjöldum,
teldi hún ástæðu til slíks.
d) Þakkir: Formaður kórstjórnar, Ingi Bogi Bogason, kvaddi sér hljóðs til að þakka
Laufeyju og Ástu fyrir þeirra mikilvæga starf í þágu kórsins og færði þeim og Pétri,
fráfarandi gjaldkera, blómvendi í þakklætisskyni. Jafnframt þakkaði hann sérstaklega
Sigurði Jóhannessyni fyrir að annast kaffiuppáhellingu á kóræfingum. Laufey kvaddi
sér einnig hljóðs til að þakka Ástu fyrir útsetningar í þágu kórsins og kórfélögum fyrir
að leggja kórnum til bæði lög og texta. Þá þakkaði nýkjörinn gjaldkeri það traust sem
sér væri sýnt og fráfarandi gjaldkera fyrir vel unnin störf.
e) Samþykktir Karlakórs KFUM: Hans Gíslason lagði til að í 6. grein samþykkta kórsins
væri orðinu „undirleikara“ breytt í „meðleikara“. Samþykkt samhljóða.
f) Aðalfundur KFUM og KFUK: Auður formaður kynnti komandi aðalfund KFUM og
KFUK 8. apríl nk. þar sem heiðruð verða þau Ásgeir Ellertsson, Betzý Halldórsson og
Sigurður Pálsson.
g) Áfangaskýrsla ferðanefndar: Nýja ferðanefnd Karlakórs KFUM skipa nú Ólafur
Jóhannsson og Ingi Gunnar Jóhannesson. Ólafur dreifði áfangaskýrslu nefndarinnar
með vangaveltum um „tíðni, tilhögun og lengd kórferða“ og hugmyndum að
mögulegum löndum til að heimsækja næst. Töldu kórfélagar að hæfilegt væri að
stefna að næstu ferð vorið 2019 og þá líklega í kringum uppstigningardag 30. maí frá
miðvikudagseftirmiðdegi eða fimmtudagsmorgni til sunnudagskvölds. Rætt var um
mismunandi valkosti í stöðunni en engin ákvörðun um áfangastað tekin að svo
stöddu. Skynsamlegt þótti mönnum að stefna að því að fara á einn tiltekinn stað og
að halda rútuferðum innan hóflegra marka. Mikill og almennur ferðaáhugi var
meðal kórfélaga.
Fundi slitið.
  • Heim
    • Samþykktir
    • Stjórnarfundir
    • Ársskýrsla 2020
    • Ársskýrsla 2019
    • Ársskýrsla 2018
    • Ársskýrsla 2017
    • Ársskýrsla 2016
    • Ársskýrsla 2015
    • Ársskýrsla 2014-15
    • Ársskýrsla 2013-14
    • Skýrsla ársfundar 2020
    • Skýrsla ársfundar 2019
    • Skýrsla ársfundar 2018
    • Skýrsla ársfundar 2017
    • Skýrsla ársfundar 2016
    • Skýrsla ársfundar 2015
    • Skýrsla ársfundar 2014
    • Skýrsla ársfundar 2013
  • SÖNGLÖG
  • JÓLALÖG
  • DAGSKRÁ
    • Jólasöngvar 2020
    • Söngvar vor 2021
    • Midakaup_leidbeiningar
  • Fréttir
  • BÆNALISTI
  • SÖNGBLÖÐ
  • Söngvar vor 2021