Aðalfundur Karla kórs KFUM haldinn mánudaginn 30. mars 2015 að lokinn kóræfingu.
Fundinn sátu 23 kórfélagar, Laufey kórstjóri og Ásta undirleikari auk Auðar Pálsdóttir formanns KFUM
og KFUK á Íslandi og Tómasar Inga Torfasonar framkvæmdastjóra félagsins.
1. Einar Hilmarsson var kosinn fundarstjóri og Helgi Gíslason var kosinn fundarritari
1. Ólafur Jóhannsson dreifði skýrslu stjórnar. Skýrslan samþykkt með lófaklappi. Þorgils benti á
að menn syngi við útfarir en ekki í útför.
2. Gjaldkeri stjórnar dreifði reikningum fyrir síðasta starfsár. Fram kom að einhver æfingagjöld
eru ógreidd. Gerð var tillaga um að settur væri upp efnahagsreikningur þannig að ógreidd
æfingagjöld væru eignfærð. Reikningar samþykktir með lófaklappi.
3. Kosning. Ólafur gengur úr stjórn. Ragnar og Pétur gefa áfram kost á sér og voru kosnir með
öllum greiddum atkvæðum. Stungið var upp á Gunnari Finnbogasyni og var hann kosinn með
lófaklappi. Gert er ráð fyrir að alla jafna sitji menn í stjórn í þrjú ár. Ragnar hefur setið tvö ár
og Pétur eitt ár.
4. Skoðunarmenn reikninga kosnir Páll Skaftason og Sigurður Jóhannesson.
5. Önnur mál.
a) Þórarinn ræddi um utanlandsferð fyrir hönd undirbúningsnefndar. Auk hans eru Gunnar
Jóhannes og Ingi Bogi í nefndinni. Tillaga nefndarinnar er að fara í söng- og söguferð til
Kaupmannahafnar næsta vor um hvítasunnuna, 13 – 16. maí. Í ferðinni yrðu haldnir
tónleikar, tekið þátt í helgihaldi íslenska safnaðarins í Kaupmannahöfn og gengið og ekið
um slóðir sr. Friðriks. Ferðin yrði opin mökum og öðru félagsfólki (til að tryggja
áheyrendur). Kórinn gæti meðal annars sungið texta eftir sr. Friðrik á dönsku. Fundurinn
samþykkti að stefna að því að fara þessa ferð og er nefndinni falið að vinna áfram að
undirbúningi.
b) Sigurði Jóhannessyni var þakkað fyrir kaffiumsjón, Grími Péturssyni þakkað fyrir akstur
með kórinn og Ólafi Jóhannssyni þakkað fyrir stjórnarstörf.
c) Pétur Ásgeirsson lagði til að kórinn hefði að venju að gefa fé til einhvers góðs málefnis en
það hefur hann gert að minnsta kosti tvisvar sinnum. Páll Skaftason lagði til að
Skógarmenn nytu framlags í vor vegna Birkiskála. Stjórnin hefur ákveðið að ágóði af
tónleikum á sumardaginn fyrsta renni óskiptur til Skógarmanna og var gerður góður
rómur að þeirri samþykkt.
d) Gjaldkeri sagði frá því að reikningur kórsins hafi verið færður úr MP banka í
Landsbankann. Kári lagði til að skoðað verði að varðveita fé kórsins inni á reikningi sem
gefi hærri vexti.
e) Tómas framkvæmdastjóri flutti þakkir frá KFUM og K fyrir starf kórsins. Hann nefndi að
laugardaginn 18. apríl verður vinnuflokkur á Holtavegi og hvatti kórfélaga til að taka þátt.
Mikil þörf er á að halda húsinu betur við.
f) Nokkuð hefur færst í vöxt að kórinn sé beðinn um að syngja við útfarir (sungið alls sjö
sinnum á þessu ári). Stjórn kórsins lagði eftirfarandi tillögu varðandi söng Karlakórs KFUM
í útfurum fyrir fundinn:
„Þegar Karlakór KFUM syngur í útför kórfélaga eða einhvers sem tengdist kórfélaga náið*
eru teknar kr. 30.000,- en kr. 60.000,- sé sungið í útför einhvers sem tengdist kórnum ekki
með þeim hætti.
Féð rennur í sameiginlegan sjóð kórsins nema:
a) Kr. 5.000,- fara til Laufeyjar vegna fyrirhafnar og vinnutaps sem fylgir
útfararsöngnum, sbr. ráðningarsamning.
b) Kr. 10.000,- deilast niður sem inneign þeirra kórfélaga sem koma(st) í útförina og þeir
greiða, sem því nemur, lægra gjald til kórsins á næstu önn. Útfararsöngur á bilinu 1.
jan. til 30. júní kemur til lækkunar á kórgjaldi á næstu haustönn, útfararsöngur á
bilinu 1. júlí til 31. des. til lækkunar á kórgjaldi á næstu vorönn.
Þannig samþykkt á aðalfundi Karlakórs KFUM 30. mars 2015 og tekur gildi strax að
honum loknum.
* Tengdir aðilar eru maki, börn, barnabörn, foreldrar, tengdaforeldrar og systkini.“
Tillagan var samþykkt með lófataki.
g) Önnur mál:
Hans lagði til að texti eftir Bjarna Eyjólfsson – Ó hve mér finnst sælt að syngja yrði valinn
einkennislag kórsins.
Laufey þakkaði kórfélögum fyrir samstarfið og lýsti yfir mikilli ánægju með að hafa stjórn
og starfsreglur sem auðvelda starfið til muna.
Á næsta ári hefði Geirlaugur Árnason faðir Harðar, Kára og Laufeyjar orðið 90 ára. Bróðir
Geirlaugs hefur áhuga á að kórinn syngi á Akranesi á næsta ári og Hörður leggur til að
afrakstur þeirra tónleika renni í ferðasjóð. Þetta gæti orðið vorferð karlakórsins.
Auður formaður kynnti aðalfund félagsins sem verður 11. apríl nk.
Einar lagði til að kórinn æfði sérstaklega að geta komið fram án mikils undirbúnings þegar
það á við.
Klappað fyrir Laufeyju og Ástu í lok fundar.
Fundi slitið.
og KFUK á Íslandi og Tómasar Inga Torfasonar framkvæmdastjóra félagsins.
1. Einar Hilmarsson var kosinn fundarstjóri og Helgi Gíslason var kosinn fundarritari
1. Ólafur Jóhannsson dreifði skýrslu stjórnar. Skýrslan samþykkt með lófaklappi. Þorgils benti á
að menn syngi við útfarir en ekki í útför.
2. Gjaldkeri stjórnar dreifði reikningum fyrir síðasta starfsár. Fram kom að einhver æfingagjöld
eru ógreidd. Gerð var tillaga um að settur væri upp efnahagsreikningur þannig að ógreidd
æfingagjöld væru eignfærð. Reikningar samþykktir með lófaklappi.
3. Kosning. Ólafur gengur úr stjórn. Ragnar og Pétur gefa áfram kost á sér og voru kosnir með
öllum greiddum atkvæðum. Stungið var upp á Gunnari Finnbogasyni og var hann kosinn með
lófaklappi. Gert er ráð fyrir að alla jafna sitji menn í stjórn í þrjú ár. Ragnar hefur setið tvö ár
og Pétur eitt ár.
4. Skoðunarmenn reikninga kosnir Páll Skaftason og Sigurður Jóhannesson.
5. Önnur mál.
a) Þórarinn ræddi um utanlandsferð fyrir hönd undirbúningsnefndar. Auk hans eru Gunnar
Jóhannes og Ingi Bogi í nefndinni. Tillaga nefndarinnar er að fara í söng- og söguferð til
Kaupmannahafnar næsta vor um hvítasunnuna, 13 – 16. maí. Í ferðinni yrðu haldnir
tónleikar, tekið þátt í helgihaldi íslenska safnaðarins í Kaupmannahöfn og gengið og ekið
um slóðir sr. Friðriks. Ferðin yrði opin mökum og öðru félagsfólki (til að tryggja
áheyrendur). Kórinn gæti meðal annars sungið texta eftir sr. Friðrik á dönsku. Fundurinn
samþykkti að stefna að því að fara þessa ferð og er nefndinni falið að vinna áfram að
undirbúningi.
b) Sigurði Jóhannessyni var þakkað fyrir kaffiumsjón, Grími Péturssyni þakkað fyrir akstur
með kórinn og Ólafi Jóhannssyni þakkað fyrir stjórnarstörf.
c) Pétur Ásgeirsson lagði til að kórinn hefði að venju að gefa fé til einhvers góðs málefnis en
það hefur hann gert að minnsta kosti tvisvar sinnum. Páll Skaftason lagði til að
Skógarmenn nytu framlags í vor vegna Birkiskála. Stjórnin hefur ákveðið að ágóði af
tónleikum á sumardaginn fyrsta renni óskiptur til Skógarmanna og var gerður góður
rómur að þeirri samþykkt.
d) Gjaldkeri sagði frá því að reikningur kórsins hafi verið færður úr MP banka í
Landsbankann. Kári lagði til að skoðað verði að varðveita fé kórsins inni á reikningi sem
gefi hærri vexti.
e) Tómas framkvæmdastjóri flutti þakkir frá KFUM og K fyrir starf kórsins. Hann nefndi að
laugardaginn 18. apríl verður vinnuflokkur á Holtavegi og hvatti kórfélaga til að taka þátt.
Mikil þörf er á að halda húsinu betur við.
f) Nokkuð hefur færst í vöxt að kórinn sé beðinn um að syngja við útfarir (sungið alls sjö
sinnum á þessu ári). Stjórn kórsins lagði eftirfarandi tillögu varðandi söng Karlakórs KFUM
í útfurum fyrir fundinn:
„Þegar Karlakór KFUM syngur í útför kórfélaga eða einhvers sem tengdist kórfélaga náið*
eru teknar kr. 30.000,- en kr. 60.000,- sé sungið í útför einhvers sem tengdist kórnum ekki
með þeim hætti.
Féð rennur í sameiginlegan sjóð kórsins nema:
a) Kr. 5.000,- fara til Laufeyjar vegna fyrirhafnar og vinnutaps sem fylgir
útfararsöngnum, sbr. ráðningarsamning.
b) Kr. 10.000,- deilast niður sem inneign þeirra kórfélaga sem koma(st) í útförina og þeir
greiða, sem því nemur, lægra gjald til kórsins á næstu önn. Útfararsöngur á bilinu 1.
jan. til 30. júní kemur til lækkunar á kórgjaldi á næstu haustönn, útfararsöngur á
bilinu 1. júlí til 31. des. til lækkunar á kórgjaldi á næstu vorönn.
Þannig samþykkt á aðalfundi Karlakórs KFUM 30. mars 2015 og tekur gildi strax að
honum loknum.
* Tengdir aðilar eru maki, börn, barnabörn, foreldrar, tengdaforeldrar og systkini.“
Tillagan var samþykkt með lófataki.
g) Önnur mál:
Hans lagði til að texti eftir Bjarna Eyjólfsson – Ó hve mér finnst sælt að syngja yrði valinn
einkennislag kórsins.
Laufey þakkaði kórfélögum fyrir samstarfið og lýsti yfir mikilli ánægju með að hafa stjórn
og starfsreglur sem auðvelda starfið til muna.
Á næsta ári hefði Geirlaugur Árnason faðir Harðar, Kára og Laufeyjar orðið 90 ára. Bróðir
Geirlaugs hefur áhuga á að kórinn syngi á Akranesi á næsta ári og Hörður leggur til að
afrakstur þeirra tónleika renni í ferðasjóð. Þetta gæti orðið vorferð karlakórsins.
Auður formaður kynnti aðalfund félagsins sem verður 11. apríl nk.
Einar lagði til að kórinn æfði sérstaklega að geta komið fram án mikils undirbúnings þegar
það á við.
Klappað fyrir Laufeyju og Ástu í lok fundar.
Fundi slitið.