Ársfundur Karlakórs KFUM árið 2014, haldinn 31. mars á Holtavegi.
Fundurinn var haldinn að lokinni kóræfingu. Mættir voru 23 kórfélagar ásamt Laufeju Geirlaugsdóttir
kórstjóra og Ástu Haraldsdóttur meðleikara. Gengið var til dagskrár samkvæmt samþykktum kórsins.
1. Ragnar Baldursson formaður setti fundinn.
2. Fundarstjóri var skipaður Einar Hilmarsson.
3. Fundarritari var skipaður Helgi Gíslason.
4. Ólafur Jóhannsson kynnti starfsyfirlit stjórnar. Hans benti á að bæta þyrfti í starfsyfirlitið að
kórinn hefði lagt kr. 48.000 í Kapellusjóð Skógarmanna.
5. Hörður Geirlaugsson gerði grein fyrir reikningum kórsins síðastliðin tvö ár og þakkaði um leið
kórfélögum traustið en hann lætur af störfum gjaldkera. Kórinn var rekinn með rúmlega
19.000 kr. tapi sl. starfsár en á í sjóði eru um 300.000 kr. sem er afgangur frá fyrri árum.
6. Í stjórn voru kjörnir Pétur Ásgeirsson, Ólafur Jóhannsson og Ragnar Baldursson. Hörður
Geirlaugsson gekk úr stjórn og var þakkað fyrir vel unnin störf.
7. Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir Páll Skaftason og Sigurður Jóhannesson.
8. Árgjald ákveðið kr. 20.000, þ.e. kr. 10.000 á önn.
9. Tillaga lögð fram um breytingu á samþykktum kórsins, þ.e. viðbót við 5. grein. Tillagan (með
breytingu á orðaröð samkvæmt tillögu Guðlaugs G.) var samþykkt samhljóða. Við 5. grein
samþykkta kórsins bætir eftirfarandi setning: „Enginn skal sitja samfellt í stjórn kórsins lengur
en þrjú ár.“
10. Önnur mál:
a) Ingi Bogi gerði tillögu um utanför kórsins, t.d. til Kaupmannahafnar á slóðir sr. Friðriks
(Ingi á von á góðum kjarasamningi). Hann vill helst fara vorið 2015. Hann býður sig fram
í undirbúningsnefnd og tilnefnir Þórarin og Gunnar Jóhannes með sér í slíka nefnd.
Gunnar samþykkti tilnefninguna með því skilyrði að styttan af sr. Friðrik verði skilin eftir
heima. Einar lagði til að kórinn sérhæfði sig í dönskum lögum á haustönn.
b) Hörður spyr um upphafsmann kórsins, Guðmund Inga. Fram kom að Guðmundur hefur
verið lasinn. Keeth Reed er hins vegar mjög sprækur (en ekki var öllum kunnugt um að
hann hefði ekki verið sprækur).
c) Kári Geirlaugsson las greinargerð frá sr. Friðrik um Karlakór KFUM þá er hann kom úr
þriggja ára utanför, u.þ.b. árið 1916. Þórarinn bætti því við afmæli Fóstbræðra miðaðist
við kórferil Jóns Halldórssonar en ekki stofndag Karlakórs KFUM.
d) Hans Gíslason lagði fram tillögur að orðalags- og tímabreytingum í samþykktum kórsins.
Tillögurnar voru samþykktar.
- í 6. grein breytist undirleikari í meðleikara
- í 8. grein að ársfundur verði haldinn í mars í stað apríl eða maí.
e) Snorri spurði hvort áhugi væri fyrir að kaupa upptöku af síðustu tónleikum (hljóðblöndun
af vídeó og hljóðupptökum). Snorra og Hafsteini Gunnarssyni færðar þakkir fyrir þessa
vinnu. Almennur áhugi er fyrir þessum kaupum.
f) Umræða um vorferð eða vorhátíð kórsins. Kári bauð fram aðstöðu og gott veður í
sumarhöll sinni sem staðsett er fyrir austan Fjall. Tillaga gerð um 4. júní. Kórfélagar tóku
þessu boði fagnandi.
g) Laufey kynnti uppkast að lagalista fyrir tónleikana sem halda á 1. maí. Stefnt er að því að
fjölga meðleikurum. Einnig er stefnt að jólatónleikum.
h) Ingi Gunnar hefur boðist til að semja lög við texta frá kórfélögum sem stunda yrkingar í
tómstundum. Vinsamlega senda slíkar afurðir til Laufeyjar.
i) Ólafur ræddi nauðsyn þess að byrja að undirbúa strax auglýsingu á vortónleikunum.
Fundarstjóri sleit síðan fundi kl. 21:27.
1. apríl, 2014,
Helgi Gíslason fundarritari.
kórstjóra og Ástu Haraldsdóttur meðleikara. Gengið var til dagskrár samkvæmt samþykktum kórsins.
1. Ragnar Baldursson formaður setti fundinn.
2. Fundarstjóri var skipaður Einar Hilmarsson.
3. Fundarritari var skipaður Helgi Gíslason.
4. Ólafur Jóhannsson kynnti starfsyfirlit stjórnar. Hans benti á að bæta þyrfti í starfsyfirlitið að
kórinn hefði lagt kr. 48.000 í Kapellusjóð Skógarmanna.
5. Hörður Geirlaugsson gerði grein fyrir reikningum kórsins síðastliðin tvö ár og þakkaði um leið
kórfélögum traustið en hann lætur af störfum gjaldkera. Kórinn var rekinn með rúmlega
19.000 kr. tapi sl. starfsár en á í sjóði eru um 300.000 kr. sem er afgangur frá fyrri árum.
6. Í stjórn voru kjörnir Pétur Ásgeirsson, Ólafur Jóhannsson og Ragnar Baldursson. Hörður
Geirlaugsson gekk úr stjórn og var þakkað fyrir vel unnin störf.
7. Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir Páll Skaftason og Sigurður Jóhannesson.
8. Árgjald ákveðið kr. 20.000, þ.e. kr. 10.000 á önn.
9. Tillaga lögð fram um breytingu á samþykktum kórsins, þ.e. viðbót við 5. grein. Tillagan (með
breytingu á orðaröð samkvæmt tillögu Guðlaugs G.) var samþykkt samhljóða. Við 5. grein
samþykkta kórsins bætir eftirfarandi setning: „Enginn skal sitja samfellt í stjórn kórsins lengur
en þrjú ár.“
10. Önnur mál:
a) Ingi Bogi gerði tillögu um utanför kórsins, t.d. til Kaupmannahafnar á slóðir sr. Friðriks
(Ingi á von á góðum kjarasamningi). Hann vill helst fara vorið 2015. Hann býður sig fram
í undirbúningsnefnd og tilnefnir Þórarin og Gunnar Jóhannes með sér í slíka nefnd.
Gunnar samþykkti tilnefninguna með því skilyrði að styttan af sr. Friðrik verði skilin eftir
heima. Einar lagði til að kórinn sérhæfði sig í dönskum lögum á haustönn.
b) Hörður spyr um upphafsmann kórsins, Guðmund Inga. Fram kom að Guðmundur hefur
verið lasinn. Keeth Reed er hins vegar mjög sprækur (en ekki var öllum kunnugt um að
hann hefði ekki verið sprækur).
c) Kári Geirlaugsson las greinargerð frá sr. Friðrik um Karlakór KFUM þá er hann kom úr
þriggja ára utanför, u.þ.b. árið 1916. Þórarinn bætti því við afmæli Fóstbræðra miðaðist
við kórferil Jóns Halldórssonar en ekki stofndag Karlakórs KFUM.
d) Hans Gíslason lagði fram tillögur að orðalags- og tímabreytingum í samþykktum kórsins.
Tillögurnar voru samþykktar.
- í 6. grein breytist undirleikari í meðleikara
- í 8. grein að ársfundur verði haldinn í mars í stað apríl eða maí.
e) Snorri spurði hvort áhugi væri fyrir að kaupa upptöku af síðustu tónleikum (hljóðblöndun
af vídeó og hljóðupptökum). Snorra og Hafsteini Gunnarssyni færðar þakkir fyrir þessa
vinnu. Almennur áhugi er fyrir þessum kaupum.
f) Umræða um vorferð eða vorhátíð kórsins. Kári bauð fram aðstöðu og gott veður í
sumarhöll sinni sem staðsett er fyrir austan Fjall. Tillaga gerð um 4. júní. Kórfélagar tóku
þessu boði fagnandi.
g) Laufey kynnti uppkast að lagalista fyrir tónleikana sem halda á 1. maí. Stefnt er að því að
fjölga meðleikurum. Einnig er stefnt að jólatónleikum.
h) Ingi Gunnar hefur boðist til að semja lög við texta frá kórfélögum sem stunda yrkingar í
tómstundum. Vinsamlega senda slíkar afurðir til Laufeyjar.
i) Ólafur ræddi nauðsyn þess að byrja að undirbúa strax auglýsingu á vortónleikunum.
Fundarstjóri sleit síðan fundi kl. 21:27.
1. apríl, 2014,
Helgi Gíslason fundarritari.