KARLAKÓR KFUM
  • Heim
    • Medlimalisti
    • Samþykktir
    • Stjórnarfundir
    • Ársskýrsla 2021
    • Ársskýrsla 2020
    • Ársskýrsla 2019
    • Ársskýrsla 2018
    • Ársskýrsla 2017
    • Ársskýrsla 2016
    • Ársskýrsla 2015
    • Ársskýrsla 2014-15
    • Ársskýrsla 2013-14
    • Skýrsla ársfundar 2022
    • Skýrsla ársfundar 2020
    • Skýrsla ársfundar 2021
    • Skýrsla ársfundar 2019
    • Skýrsla ársfundar 2018
    • Skýrsla ársfundar 2017
    • Skýrsla ársfundar 2016
    • Skýrsla ársfundar 2015
    • Skýrsla ársfundar 2014
    • Skýrsla ársfundar 2013
  • SÖNGLÖG
    • Brennið þér vitar
  • JÓLALÖG
  • DAGSKRÁ
    • Vor 2023
  • Fréttir
  • BÆNALISTI
  • SÖNGBLÖÐ

Söngvar Lilju Kristjánsdóttur

ÓJ tók saman f. Karlakór KFUM í maí 2015

1.    Góði Guð, er ég bið
Góði Guð, er ég bið,
viltu gefa rósemd og frið.
Tak burt óró sem kringum mig er,
allan efa og kvíða frá mér.
Láttu kærleik þinn vinna sitt verk
svo að vonin og trúin sé sterk.
Gerðu börn þín að biðjandi hjörð
og að blessun alls mannkyns á jörð.
 
Herra, hjálpa þú mér
svo ég helgi lífið mitt þér.
Bæði tíminn og allt sem ég á
eru auðævi komin þér frá.
Veit mér kærleik, svo af þessum auð
gefi´ ég allslausum, hungruðum brauð.
Send mér, himneski faðir, þinn frið
er við fætur þér krýp ég og bið.
 
Guð, ég þakka vil þér,
að í þinni hendi ég er.
Þökk, að ætíð þú leggur mér lið
er í lausnarans nafni ég bið.
Gef mér fúsleik, svo fagnandi ég
dag hvern feti þinn hjálpræðis veg
uns þú opnar mér himinsins hlið
og mitt hjarta ́ á um eilífð þinn frið.
 

2.    Útvalið Guðs barn af algjörri náð
Útvalið Guðs barn af algjörri náð
er ég, því skal honum þakklæti tjáð.
Jesús, sem fúslega fórnaði sér
fyrir mig sjálfur, mín hamingja er.
 
Útvalið Guðs barn hér á nógan styrk,
óttast ei þarf þó að leiðin sé myrk.
Faðirinn vakir og barnið sitt ber
blíðlega´ ef vegurinn torsóttur er.
 
Útvalið Guðs barn á erfðarétt sér.
Andinn er pantur sem gefinn því er.
Orðinu trúi´ eg og frið Drottins finn
fylla mitt hjarta þótt tár sé á kinn.
 
Útvalið Guðs barn, sem er svona ríkt,
eitt sinn mun sjá hann og verða´ honum líkt.
Kórónu lífsins það krýna mun þá,
Kristur, sem dýrðina himnesku á.


3.    Seg þú mér heiti hans
Seg þú mér heiti hans, hjartkæra frelsarans,
það, sem er náðarfyllst nafn hér á jörð.
Vald það um eilífð á, allt líf því kemur frá.
Nefn þú mér nafnið hans, nafn Guðs og manns.
Hann er minn hirðir og hann er minn Drottinn.
Alvaldur Guð hann er.
Nafn Jesú hljómi hátt, hefur það frelsis mátt.
Alheimsins eina von er hann, Guðs son.

 
4.    Ég vil lofa þig, Drottinn, í ljóði
Ég vil lofa þig, Drottinn, í ljóði
og með lofsöng ég tigna vil þig
fyrir náð þá er ei tekur enda,
þína elsku og gæsku við mig.
 
Viðl.:   Allt mitt líf vil ég gera að lofsöng til þín
            svo ég ljóst megi um þig vitni bera.
            Jafnt á sorgar og gleði og gæfunnar stund
            vil ég, Guð minn, til heiðurs þér vera.
 
Enginn annar má lofsöng minn eiga
því að einn ertu verðugur hans.
Og á himni mun söngurinn hljóma
þér til heiðurs af vörum hvers manns.
 
En ef söngur minn hér skyldi hljóðna
í þeim heimi sem veitir eig grið
bið ég, Drottinn, mín opnaðu augu
svo að eygi ég náð þína´ og frið.


5.    Gefðu Jesú Kristi æskuárin þín
Gefðu Jesú Kristi æskuárin þín.
Allra fegurst hamingjunnar sólin skín
þegar allt er lagt í kærleikshendur hans,
heilsa, líf og gáfur manns.
 
Viðl.:      Komdu í ljóssins konungsher
                Kristur sjálfur ljósið er.
                Tignarnafnið æðsta berðu eftir það:
                Erindreki´ í Jesú stað.
 
Þegar Jesús frelsari þinn orðinn er,
áttu vin sem sleppir ekki hendi´ af þér.
Allar stundir lífsins mun hann leiða þig,
lýsa þér um ævistig.
 
Veljirðu þér ljósið, ungi vinur minn,
verðurðu að ljósi fyrir Drottin þinn.
Margir eru þeir sem ganga myrkrastig.
Mundu, Guð vill nota þig.


6.    Fullar hendur af blómum þú hefur
Fullar hendur af blómum þú hefur.                                    
Hvaða vinur hlýtur þau öll að gjöf?
Út að gröf Jesú gekk ég með blómin
fann þá tóma gröf hann lá ekki þar.
 
Viðl.:      Halle-lúja, Hal-le-lú-ja.
                Halle-lúja, Hal-le-lú-ja.
 
Fullur lofsöngs er líka þinn munnur.
Hvaðan sprettur lofgjörðaróður þinn?
Yfir gröfinni tómu ég gladdist.
Hann sem lifir, gefur mér fögnuðinn.
 
Full af gleði´ eru augu þín orðin.
Seg mér hvaða undur þú hefur séð?


7.    Þótt skýin oft himininn hyldu
Þótt skýin oft himininn hyldu
og hart væri feðranna starf,
að Guðs orði gæta þeir vildu
og gefa það niðjum í arf:
Sjá, fullnaður er tíminn,
þinn frelsari er hér.
Nú flýttu þér að koma
svo náðin hlotnist þér.
:,: Því Kristur þann frelsar :,:
sem kemur í iðrun og trú.
 
Í skírninni eins fyrir alla
Guð opnaði kærleikans dyr.
Í Orðinu enn er að kalla,
hann agar og huggar sem fyrr.
Sitt ríka náðarborðið
hann býður sekri hjörð
og blessun samfélagsins
í kirkju sinni´ á jörð.
:,: Því Kristur þann frelsar...
 
Sinn eld kveikti frelsarinn forðum,
í feðranna hjörtum hann brann.
Nú beinir hann enn sínum orðum
til allra, sem trúa á hann:
Um heiminn allan farið
með frelsisboðskapinn
svo fái sérhver maður
að heyra tíðindin.
:,: Því Kristur þann frelsar...
 
Í trú á Guðs fyrirheit fetum
við feðranna markvissu slóð
og gerum það allt, sem við getum,
að geymist sá arfur með þjóð.
Á nafni hans og blóði,
sem burt þvær syndir manns,
er byggð öll trúarvissa
í hjarta syndarans.
:,: Því Kristur þann frelsar...
 
Þótt skýin enn himininn hylji,
sitt heimkynni trúin þar sér.
Þótt veg Guðs og vilja ei skilji,
hún veit að hann takmarkið er.
Og Lambinu til dýrðar
þá sigursöngurinn
mun svella þar um eilífð
og fylla himininn.
:,: Því Kristur þann frelsar...


8.    Til hvíldar, Guð minn, geng ég nú
Til hvíldar Guð minn geng ég nú
og gæsku fel mig þinni.
Sem vinur hjá mér vakir þú
og verndar hverju sinni.
 
Ég ljós og gleði þakka þér
á þessum liðna degi.
Þeim hrygga´ og breyska huggun ver
og hjálp á ævivegi.
 
Já viltu styrkja´ og vernda mig
og vini alla mína.
Ég vitni bera vil um þig,
í verki hlýðni sýna.
 

9.    Þú kemur, Jesús Kristur, inn
Þú kemur Jesús Kristur inn
og kveikir ljósið bjart.
Þá hverfur allur ótti minn
og efamyrkrið svart.
 
Í næturkyrrð þú kemur nú.
Eins komstu fyrsta sinn,
er gafstu hrelldu hjarta trú
á helgan kærleik þinn.
 
Þú kemur, gengin gleymist þraut
og gróa hjartasár.
Með þér ég stenst á brattri braut
og brosi gegnum tár.
 
Þú kemur, Jesús kær, um leið
fer kvíði úr hjarta mér.
Því allt mitt hulda æviskeið
þá er í hendi þér.
 
En kærust verður koma þín er
kvöldar hinsta sinn.
Þú leggur aftur augun mín
og opnar himin þinn.


10.  Eins og hind leitar lindarvatnsins
Eins og hind leitar lindarvatnsins
þannig leitar hjarta mitt, 
Guð, að þér uns það fyllist friði
er það finnur upphaf sitt.
 
Viðl.:     
Skjöldur, hlíf mín og hjálp ert þú,
mín heitust löngun og bæn er sú,
Drottinn, einum að þóknast þér
og að þjóna hvar sem er.
 
Konungstign þín er öllu æðri,
samt þú elskar sérhvern mann,
ert sá bróðir og besti vinur
sem ei bregst, þótt svíki hann.
                              
Gull og silfur ég girnist ekki
því mín gæfa er í þér,
gleðilindin, er lengi´ eg þráði,
sem allt lífið endist mér.


11.   Hversu gott á göngu lífsins
Hversu gott á göngu lífsins,
Guðs mig leiðir föðurhönd
gegnum ótal heimsins hættur,
beint að himins fögru strönd.
 
Viðl.:  
Þar mun lambsins sigursöngur
svella líkt og margra vatna gnýr
er því fyrir fórnarblóðið
verður fluttur óður nýr.
 
Hér í útlegð oft vill hljóðna
okkar þökk og lofsöngsmál.
Fyrirheit um föðurlandið
gefa friðinn hrelldri sál.
 
Ekkert ský þar er á himni,
engin þrenging, sorg né böl,
Synd og dauði´ er yfirunninn,
hvergi angist, stríð né kvöl.
 
Vinir oft hér verða´ að skilja,
væta harmatárin brá.
En á himni´ er eilíf gleði,
þar við erum Jesú hjá.
 
Bæn mín er að öll við mætumst
uppi´ í sölum frelsarans,
enginn verði eftir skilinn
þegar ómar lúður hans.


12.  Hlutverk falið hefur þér
Hlutverk falið hefur þér
hann, sem lífið gefur.
Send þeim brauð, sem svangur er.
Sjálfur gnægð þú hefur.
 
Líkna þeim, sem alllslaus er.
Allt að gjöf þú þiggur.
Rétt út hönd og honum ver
hjálp, er mest á liggur.
 
Jesús, lífsins blessað brauð,
býður stórum, smáum
nægtaborð. Hinn besta auð
bara þar við fáum.
 
Jesús, góður ert þú einn.
Ást og náð þín gefur
gnægtir alls og aldrei neinn
endurgreiðslu krefur.
 
Metta enn með orði´ og mund
alla´ í veröldinni.
Þökk, að ókunn ævistund
er í hendi þinni.


13.  Lát mér, Drottinn, lof á tungu vera
​Lát mér, Drottinn, lof á tungu vera
lifað meðan fæ ég hér á jörð.
Lát mig alltaf um það vitni bera,
að ég sé í þinni barnahjörð.
Láttu orð mín ekki hryggja, særa,
aðeins gleðja’ og hugga náungann.
Kenn mér slíkan lofsöng fram að færa
fyrst ég veit þú getur skapað hann.
 
Lát þau verk, er vinn ég, Jesús kæri,
Verða til að lofa nafnið þitt.
Vilja minn og krafta fram ég færi
fel svo þinni blessun starfið mitt.
Allt, sem hef ég, er að láni fengið,
aðeins pund, sem nota má ég hér.
Þegar lífs míns götu hef ég gengið,
gera á ég reikningsskil hjá þér.
 
Lát mér, Drottinn, lofsöng búa’ í hjarta,
lífið mitt, er tekur enda hér.
Þar, sem páskasólin brosir bjarta
bíður dýrð, sem enn er hulin mér.
Fyrir stríð þitt föstudaginn langa,
fyrir unnin sigur Jesús minn,
endar ei við gröfina mín ganga
greiddir þú mér veg í himininn.


  • Heim
    • Medlimalisti
    • Samþykktir
    • Stjórnarfundir
    • Ársskýrsla 2021
    • Ársskýrsla 2020
    • Ársskýrsla 2019
    • Ársskýrsla 2018
    • Ársskýrsla 2017
    • Ársskýrsla 2016
    • Ársskýrsla 2015
    • Ársskýrsla 2014-15
    • Ársskýrsla 2013-14
    • Skýrsla ársfundar 2022
    • Skýrsla ársfundar 2020
    • Skýrsla ársfundar 2021
    • Skýrsla ársfundar 2019
    • Skýrsla ársfundar 2018
    • Skýrsla ársfundar 2017
    • Skýrsla ársfundar 2016
    • Skýrsla ársfundar 2015
    • Skýrsla ársfundar 2014
    • Skýrsla ársfundar 2013
  • SÖNGLÖG
    • Brennið þér vitar
  • JÓLALÖG
  • DAGSKRÁ
    • Vor 2023
  • Fréttir
  • BÆNALISTI
  • SÖNGBLÖÐ