KARLAKÓR KFUM
  • Heim
    • Samþykktir
    • Stjórnarfundir
    • Skýrsla ársfundar 2019
    • Ársskýrsla 2018
    • Ársskýrsla 2017
    • Ársskýrsla 2016
    • Ársskýrsla 2015
    • Ársskýrsla 2014-15
    • Ársskýrsla 2013-14
    • Skýrsla ársfundar 2018
    • Skýrsla ársfundar 2017
    • Skýrsla ársfundar 2016
    • Skýrsla ársfundar 2015
    • Skýrsla ársfundar 2014
    • Skýrsla ársfundar 2013
  • SÖNGLÖG
  • JÓLALÖG
  • TÓNLEIKAR
    • Midakaup_leidbeiningar
  • Fréttir
  • BÆNALISTI
  • SÖNGBLÖÐ

Jólatónleikar 2017

jólatónleikar_karlakórs_kfum_2017_-_söngtextar.docx
File Size: 29 kb
File Type: docx
Download File


  1. ​Dona Nobis
  2. Far seg þá frétt af fjöllum
  3. Guðs kristni í heimi
  4. Gleðifregn
  5. Stjarnan ljómar í nótt
  6. Ég heyri raust
  7. Í litla bænum Betlehem
  8. Kyrrlát kemur nótt
  9. Við loga tendrum
  10. Í desember er dýrðin mest
  11. Er líður að jólum
  12. Jólamynd
  13. Á jólanótt
  14. Allar jólaklukkur-Jubilate
  15. Nú ljóma aftur ljósin skær
  16. Aukalag: Fögur er foldin


1.  Dona Nobis 
Dona nobis, dona nobis,
dona nobis pacem.
Dona nobis, dona nobis,
dona nobis pacem.
 
Pacem, pacem, dona nobis pacem.
Pacem, pacem, dona nobis pacem.
 
      úr Agnus Dei.
 

2. Far seg þá frétt af fjöllum
 
Far, seg þá frétt á fjöllum,
fjarri og nærri, þar og hér.
Far, seg það sálum öllum
að son Guðs fæddur er.
 
1. bassi: undirstrikað / 2. bassi: feitletrað
 Er hirðar gæta hjarðar,
þá hræðir undrasýn.
Frá himni hám til jarðar,
þeim heilög birta skín.
 
Í bæn þeir höfuð beygðu
er bjarminn lék um þá.
Því ofar stjörnum eygðu
þeir engla Guðs sem tjá:
 
Far, seg þá frétt á fjöllum,
fjarri og nærri, þar og hér.
Far, seg það sálum öllum
að son Guðs fæddur er.
 
Kristján Valur Ingólfsson
 

3. Guðs kristni í heimi


Guðs kristni í heimi, krjúp við jötu lága.
Sjá, konungur englanna fæddur er.
Himnar og heimar láti lofgjörð hljóma.
[Ó, dýrð í hæstu hæðum.] – 1. tenor
[Ó, dýrð í hæstu hæðum.] – 1. og 2. tenor
Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér.

Sjá, himnarnir opnast. Hverfur nætursorti,
og himneskan ljóma af stjörnu ber. 
Heilagan lofsöng himinhvolfin óma.
[Ó, dýrð í hæstu hæðum.] – 1. tenor
[Ó, dýrð í hæstu hæðum.] – 1. og 2. tenor.
Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér.
 
Já, dýrð sé í hæðum Drottni, Guði vorum,
og dýrð sé hans syni, er fæddur er.
Lofsöngvar hljómi. - Himinhvolfin ómi:
[Ó, dýrð í hæstu hæðum.] – 1. tenor
[Ó, dýrð í hæstu hæðum.] – 1. og 2. tenor
Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér.

                Valdemar V. Snævarr


​4.  Gleðifregn

Sú fregn sem engill fjárhirðum bar
í fyrsta sinn boðuð í haganum var. – Millispil -
Er snauðir vöktu smalar hjá hjörð
og svartnættið hyldjúpa ríkti um jörð.
 
Ó, gleðifregn, við fögnum þér.
Frelsari mannanna kominn er. – Millispil -
 
Þar lýsti stjarna loftinu á,
hún logana sendi þeim austrinu frá, – Millispil -
og yfir löndin ljósið sitt gaf,
því lífi sem vakti og hinu sem svaf.
 
Ó, gleðifregn, við fögnum þér.
Frelsari mannanna kominn er. – Millispil -
 
Nú fagran syngjum fagnaðaróð,
við færum þér, Drottinn, hin jarðnesku hljóð – Millispil -
og Jesú flytjum lofgjörðarljóð,
þú lífgjafinn mikli, þú heimsins glóð.
 
Ó, gleðifregn, við fögnum þér.
Frelsari mannanna kominn er.
 
Ó, gleðifregn, við fögnum þér. – Millispil -
Frelsari mannanna kominn er. – Millispil -
Kominn er.
 
Svavar Alfreð Jónsson 
þýddi


5. Stjarnan ljómar í nótt


Heilögust stund allra stunda.
Stjarnan nú skín við mér.
Klukkurnar heyri ég hljóma.
Hátíð í hjarta er.

Viðlag:
Syngur af hjarta englahjörð, 
hún boðar frið hér á jörð.
Stórfengleg stund, þá allt er hljótt
því stjarnan ljómar í nótt.

Nýfædda barn, ljúft þú blundar.
Birta frá himni skín.
Hirðar þér fóru til fundar,
förum við og til þín.

Viðlag:
Syngur af hjarta englahjörð, 
hún boðar frið hér á jörð.
Stórfengleg stund, þá allt er hljótt
því stjarnan ljómar í nótt.

Ljúft þú í jötunni liggur,
lotning þér einum ber!
Við jötu þessa nú þiggur
þína náð maður hver.

Viðlag:
Hér er að finna frið og sátt,
fögnuð sem englarnir tjá.
Hefjum upp söng við hörpuslátt,
því heilög jól verða þá.

Guðlaugur Gunnarsson 


6.  Ég heyri raust


​Ég heyri raust, sem hljóðlát til mín talar.
Hún tendrar ljós og birtu‘ um myrkur svið.
:,: Og ómur hennar sárum þorsta svalar
og sendir inn í hjartað djúpan frið. :,:
 

- (2. tenór) 
Ég heyri‘ og sé þann hirði góða benda 
á hvíta akra‘ er skortir verkamenn.  

- (2. ten + 1. ba)
Ég heyri‘ hann spyrja: „Hvern á ég að senda, 
– (Allir)
til hjálpar meðan dagur ljómar enn?“ 
Ég heyri‘ hann spyrja: „Hvern á ég að senda 
til hjálpar meðan dagur ljómar enn?“ 
 
Og þetta kall ég finn um æðar fara,
mig fylla þrá að velja þjónsins stig,
:,: og ég veit ekkert sælla‘ en fá að svara:
„Hve sælt, ó Guð, ef þú vilt nota mig.“ :,:
            Bjarni Eyjólfsson




7.  Í litla bænum Betlehem

Í litla bænum Betlehem,    
þú barnið helga býrð.
Og yfir þér er allt svo bjart  
og einskær himnadýrð.
Það birtir upp í bænum  
og burt er hryggð og sorg.
Í dag sem þá má dýrð Guðs sjá  
í Davíðs helgu borg.
 
Nú fæddur er á foldu Hann  
sem frelsar alla menn.
Og englar sungu Drottni dýrð  
og dýrð hans varir enn.
Á jólum son Guðs Jesús  
í jötu lagður var.
Og allt var hljótt þá helgu nótt   
og himnesk birta þar.

    (Tenorar: „ú“)
Kom konungsbarn frá Betlehem       
og bú í hjarta mér.
Ég tek á móti þér í trú,
þér tign og lofgjörð ber.
Hjá hirðum úti‘ í haga
þá hljómaði‘ undur vel
er nóttin löng kvað nýjan söng:
Kom nú Immanúel.

   (veikt í upphafi):
Hve undurblítt og bjart og frítt
þú barnið Jesús ert
í auðmýkt þinni‘ - og án þín hér
er allt svo lítilsvert.
Já, þú ert gjöf frá Guði
sem gefur líf og von.
Öll heilög jól um heimsins ból
við hyllum þig Guðs son.
            Þórdís Ágústsdóttir

​
8. Kyrrlát kemur nótt


Kyrrlát kemur nótt
með kærleik, gleði, frið og von.
Ást Guðs opinberuð hér á jörð,
hún öllum boðar sáttargjörð,
þessa nótt er við fögnum þeim sem fæddur er.
 
Kyrrð, kyrrð, kyrrð,
þessa nótt gleðin er við völd.
Hjarta mitt af lofsöng hljómar,
helgur englasöngur ómar.
Kyrrð, kyrrð, kyrrð,
[er við] fögnum þeim sem fæddur er.   
 
1. tenor: Kyrrð, kyrrð, kyrrð ...
 
2. tenor: Ó, helga nótt,
er skærar stjörnur skína,
þá við skulum fagna,
englaraddir óma.
 
Bassar:    Kyrrlát kemur nótt ...
                   (ath: syngja lægra frá „sáttargjörð, ...“)
 
Kyrrð, kyrrð, kyrrð,
er við fögnum þeim sem fæddur er.

Þórarinn Björnsson


9.  Við loga tendrum 

Við loga tendrum er lækkar sól
svo ljóma augun við skinið bjarta 
og bernskuminning um blessuð jól
mér býr í huga og vermir hjarta.


    (veikara):
Þótt horfin séu þau heilög jól 
er hátíðlega við áttum forðum
með ástarhlýju skín eilíf sól
ef aðeins komum við að því orðum.

Lát birtu jóla þér bera von 
er barn í jötu kom jörð að færa.
Ber elsku líkt og Guðs einkason
til allra þeirra sem áttu kæra.


Texti: Guðlaugur Gunnarsson


10.  Í desember er dýrðin mest 

    (1. vers: Bassar syngja ú, ú ...)
Í desember er dýrðin mest 
er dvínar biðin langa,
þá blik í augum barnsins sést
og bros á hverjum vanga,
því jólahátíð haldin er
í húmi vetrarnætur:
Við dýrleg ljósin dimman fer,
þá dvína allar þrætur.
​
Í hugum okkar hátíð er 
og hjartað fullt af gleði.
Sú elska meiri ávöxt ber
sem eyðir sorg úr geði.
Við tendrum von í vinar hug
og veitum huggun ríka
sem ekkert fær á unnið bug
með ást og gleði slíka.

Við þökkum fyrir frelsarann 
sem fæddist okkur mönnum.
Þótt elski fáir eins og hann
með undrakærleik sönnum
þá elskar son Guðs ávallt þann
sem iðrast sinna saka
svo elskað geti eins og hann
og einskis vænst til baka.

Guðlaugur Gunnarsson 

11.  Er líður að jólum

úúúúúú
Í austri rís stjarna, svo undurskær, blíð
þar uppi á himninum klár.
Er ríkt hafa veraldar voði og stríð
í vel yfir tvö þúsund ár.
Ef myrk er hver stund og ef mjöll fellur hvít
þá mjakast hún lengra, að undrast ég hlýt.
Og þá veit ég glöggt, að víst koma jól.

úúúúúú
Því jólin nú boða’ öllum birtu og yl
og barnslega gleði í kvöld.
Ef opinn er faðmur og elskan er til
þá endalaus sæla’ er við völd.
Er stór augu opnast og stara sem mest
og stjörnurnar tindra sem best.
Hvar sem ljósið skín, þar ljóma jól.
úúúúúú

Þorgils Hlynur Þorbergsson þýddi úr sænsku 2015.



12.  Jólamynd

Gömul saga guðdómleg, 
greinir frá með sanni 
fögnuði sem frelsarinn 
færði hverjum manni. 
Jólaljósin loga skær
lítil falleg kerti,
það er eins og þýður blær 
þúsund myndir snerti.
Klukknahljómur köld er nótt, 
kunnir tónar berast. 
Sálmalagið syngjum öll,
senn mun eitthvað gerast. 

Í huganum  ég horfi á 
hús úr gráum steini.
Þar við áttum ástarfund 
undir mistilteini. 
Innandyra allt var bjart,
úti hríðarmugga, 
fannhvit jörð og fjöllin há, 
frostrósir á glugga.

Stafar nú, styrk og trú 
frá stjörnu vitringanna.
Veginn heim vísar þeim,
í veröld allra manna. 

Höldum ennþá heilög jól, 
hátíð ljóss og friðar. 
Heyrum vopnin heims um ból 
hníga öll til víðar. 
Úti fyrir kyrrt og kalt,
klukknahljómur fagur.
Kórinn syngur kunnugt lag, 
kominn jóladagur. 

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson​




13.  Á jólanótt

Það var svo fagur draumur sem mig dreymdi
og dásamlega skýr í alla nótt.
Ég sá hvar maður mey á asna teymdi
um myrkan fjallaveg, þar allt var hljótt.
 
[Ú, ú, ú... nema 1. tenor sem syngur erindið]
Þau skröfuðu með kvíða´ í hálfum hljóðum,
ég heyrði þá að lítið barn var nefnt.
Um húsaskjól var hart á þessum slóðum
því hingað var svo mörgu fólki stefnt.

 
Þau leiddust inn í lítinn fjárhúskofa,
þá lýsti stjarna fögur næturgeim,
og englaraddir almáttugan lofa
sem elskar menn og frelsar þennan heim.
 
Hér vonarinnar neisti víst er glæddur
sem veitir himingjöf í Betlehem.
Þú, Kristur Jesús, frelsari ert fæddur,
ég fagnandi að jötu þinni kem.

     Karl Kristensen



14 .  Allar jólaklukkur (Jubelate)

Tenórar:                     
Jubilate, jubilate, jubila-a-te.           
Bassar:
Jubi-, jubilate, jubilate, -la-a-te.      
 
Allar jólaklukkur klingja,                
kalla saman menn í dag,                             
yfir jörð þær hátíð hringja,
heilsum þeim með gleðibrag:        
 
Tenórar:  Jubilate, jubilate, jubila-a-te.          
Bassar:  Jubi-, jubilate, jubilate, -la-a-te.                                       
 
Þegar jólaklukkur klingja:                          
Kristur fæddur er í dag.                             
Börn Guðs öll með englum syngja            
aldagamalt dýrðarlag:        
                                  
Tenórar:  Jubilate, jubilate, jubila-a-te.          
Bassar:  Jubi-, jubilate, jubilate, -la-a-te.                                       
 
Dýrð sé Guði‘ í hæstum hæðum,               
himinfriður vorri jörð!                                          
Fögnum lífsins friðargjöfum,
færum Drottni þakkargjörð:
 
Tenórar:  Jubilate, jubilate, jubila-a-te.          
Bassar:  Jubi-, jubilate, jubilate, -la-a-te.                                       
 
Titrar loft af kátum kliði,
kallið gjallar vítt um láð,
komið ásamt englaliði,
Undrist Drottins miklu náð.
 
Tenórar:                     
:,: Jubilate, jubilate, jubila-a-te. :,:
Bassar:
:,: Jubi-, jubilate, jubilate, -la-a-te. :,:                                              
 
            Friðrik Friðriksson




15.  Nú ljóma aftur ljósin skær
 (milt í upphafi)
​Nú ljóma aftur ljósin skær   
um lönd og höf í nótt
og húmið lífsins ljóma fær
er leiftrar stjarna gnótt.
 
(tvíraddað)
Þá flutt er mönnum fregnin sú
að fæddur oss sé hann
er færir birtu, frið og trú
og fró í sérhvern rann.
 
(fjórraddað)
Ó stjarna lát þú lýsa enn
þitt ljós með von og trú
svo öðlist frið þinn allir menn
er ætíð boðar þú.
 
  (allir með lagið)
Í sorgmædd hjörtu sendu inn
þín signuð ljósin blíð
og hugga hvern er harmar sinn
á helgri jólatíð.
​

            Gunnlaugur Snævarr



AUKALAG:  16.  Fögur er foldin

Fögur er foldin,
heiður er Guðs himinn,
indæl pílagríms ævigöng.
Fram, fram um víða
veröld og gistum
í Paradís með sigursöng.
 
Kynslóðir koma,
kynslóðir fara,
allar sömu ævigöng.
Gleymist þó aldrei
eilífa lagið
við pílagrímsins gleðisöng.
 
Fjárhirðum fluttu
fyrst þann söng Guðs englar,
unaðssöng, er aldrei þver:
Friður á foldu,
fagna þú, maður,
frelsari heimsins fæddur er.        


​Matthías Jochumsson

  • Heim
    • Samþykktir
    • Stjórnarfundir
    • Skýrsla ársfundar 2019
    • Ársskýrsla 2018
    • Ársskýrsla 2017
    • Ársskýrsla 2016
    • Ársskýrsla 2015
    • Ársskýrsla 2014-15
    • Ársskýrsla 2013-14
    • Skýrsla ársfundar 2018
    • Skýrsla ársfundar 2017
    • Skýrsla ársfundar 2016
    • Skýrsla ársfundar 2015
    • Skýrsla ársfundar 2014
    • Skýrsla ársfundar 2013
  • SÖNGLÖG
  • JÓLALÖG
  • TÓNLEIKAR
    • Midakaup_leidbeiningar
  • Fréttir
  • BÆNALISTI
  • SÖNGBLÖÐ