Jólatónleikar 2015
15.desember 2015 kl. 20 á Holtavegi
Jól í hjarta
Stjórnandi: Laufey G.Geirlaugsdóttir
Píanóleikari: Ásta Haraldsdóttir
Einsöngur: Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Dagskrá
1. Jól í hjarta / Þórdís Ágústsdóttir
Jól í hjarta, jól vil ég,
já, jól svo yndisleg.
Syngja vil ég söng í dag,
já, syngja jólalag
um þau jól er Jesús fæddist,
hér á jörðu vonin glæddist:
Fæddur er nú frelsarinn.
Jólahátíð helg og blíð,
já, heilög jólatíð.
Hirðar heyrðu englasöng
og helg var nóttin löng,
ennþá heyrast fagrir hljómar,
út um heiminn berast ómar:
Barn er fætt í Betlehem.
Jól, mín jól í desember,
ó, jól við fögnum þér
og með englum syngjum við
er opnast himins hlið.
Öll af hjarta heiðrum saman
konung himna þá er gaman:
In excelsis gloria.
La, la, ...
Jólahátíð helg og blíð ... (2. er.)
Jól, mín jól í desember ... (3. er.)
2. Í litla bænum Betlehem
Í litla bænum Betlehem, þú barnið helga býrð.
Og yfir þér er allt svo bjart og einskær himnadýrð.
Það birtir upp í bænum og burt er hryggð og sorg.
Í dag sem þá má dýrð Guðs sjá í Davíðs helgu borg.
Nú fæddur er á foldu Hann sem frelsar alla menn.
Og englar sungu Drottni dýrð og dýrð hans varir enn.
Á jólum son Guðs Jesús í jötu lagður var.
Og allt var hljótt þá helgu nótt og himnesk birta þar.
Kom konungsbarn frá Betlehem (Tenorar: „ú“)
og bú í hjarta mér.
Ég tek á móti þér í trú,
þér tign og lofgjörð ber.
Hjá hirðum úti‘ í haga
þá hljómaði‘ undur vel
er nóttin löng kvað nýjan söng:
Kom nú Immanúel.
Hve undurblítt og bjart og frítt
þú barnið Jesús ert
í auðmýkt þinni‘ - og án þín hér
er allt svo lítilsvert.
Já, þú ert gjöf frá Guði
sem gefur líf og von.
Öll heilög jól um heimsins ból
við hyllum þig Guðs son.
Þórdís Ágústsdóttir
3. Oft ég undrast
Oft ég undrast kæri Jesús Bassar: „ú-ú...“
að þú fórst úr himnadýrð
til að búa meðal manna,
máttir þola fátækt, rýrð.
Kór: Já, við þökkum þér, ó, Jesús, (þríraddað)
þessi helgu góðu jól,
þökkum fyrir þínar gjafir,
þú ert okkar bjarta sól.
Já, þú fórst frá föður þínum,
frá þeim stað sem bestur er,
þótt þú vissir hvað menn vildu
við þig gera‘ á jörðu hér.
Oft ég undrast kæri Jesús ...
Já, þú fórst frá föður þínum ...
Þórdís Ágústsdóttir
4. Kom blessaða birta um fjörðinn
Kom blessaða birta um fjörðinn,
kom blessaða ljós yfir lönd,
og velkomin vonbjörtu orðin
um vonanna útréttu hönd.
Guð vaktu öllu því yfir
sem ástúð þín lífinu gaf,
að aldrei við missum móðinn
í myrkri við ysta haf.
Oft stóðum með hendur í skauti,
þó sterk væri barnatrú
og oft hefur á okkur sannast
að í einbeitni þraukum sem þú.
Er fetum við fjallvegu hála
og fálmum um ókunnan heim.
Mót birtu frá Betlehems stjörnu
sem blikar og leiðir oss heim.
Lýs friði um fjöllin og dali,
Guðs frið yfir sjóinn og storð.
Guðs frið yfir fjárhús og hlöður
og frosna og grýtta jörð.
Set lófann þinn hlýja á landið
og líkn þína‘ og eilífa náð,
yfir hafið og fénað og fólkið
sem lifir á Ísaláð.
Karl Sigurbjörnsson
5. Fögur er foldin
Fögur er foldin,
heiður er Guðs himinn,
indæl pílagríms ævigöng.
Fram, fram um víða
veröld og gistum
í Paradís með sigursöng.
Kynslóðir koma,
kynslóðir fara,
allar sömu ævigöng.
Gleymist þó aldrei
eilífa lagið
við pílagrímsins gleðisöng.
Fjárhirðum fluttu
fyrst þann söng Guðs englar,
unaðssöng, er aldrei þver:
Friður á foldu,
fagna þú, maður,
frelsari heimsins fæddur er.
Matthías Jochumsson
6. Við loga tendrum
Við loga tendrum er lækkar sól
svo ljóma augun við skinið bjarta
og bernskuminning um blessuð jól
mér býr í huga og vermir hjarta.
Þótt horfin séu þau heilög jól
er hátíðlega við áttum forðum
með ástarhlýju skín eilíf sól
ef aðeins komum við að því orðum.
Lát birtu jóla þér bera von
er barn í jötu kom jörð að færa.
Ber elsku líkt og Guðs einkason
til allra þeirra sem áttu kæra.
Guðlaugur Gunnarsson
7. Allar jólaklukkur klingja
Allar jólaklukkur klingja,
kalla saman menn í dag,
yfir jörð þær hátíð hringja,
heilsum þeim með gleðibrag:
Jubilate, jubilate, jubila-a-te.
Þegar jólaklukkur klingja:
Kristur fæddur er í dag.
Börn Guðs öll með englum syngja
aldagamalt dýrðarlag:
Jubilate, jubilate, jubila-a-te.
Dýrð sé Guði‘ í hæstum hæðum,
himinfriður vorri jörð!
Fögnum lífsins friðargjöfum,
færum Drottni þakkargjörð:
Jubilate, jubilate, jubila-a-te.
Titrar loft af kátum kliði,
kallið gjallar vítt um láð,
komið ásamt englaliði,
Undrist Drottins miklu náð.
:,: Jubilate, jubilate, jubila-a-te. :,:
Friðrik Friðriksson
8. Far, seg þá frétt á fjöllum
Far, seg þá frétt á fjöllum,
fjarri og nærri, þar og hér.
Far, seg það sálum öllum
að son Guðs fæddur er.
1. bassi: undirstrikað / 2. bassi: feitletrað
Er hirðar gæta hjarðar,
þá hræðir undrasýn.
Frá himni hám til jarðar,
þeim heilög birta skín.
Í bæn þeir höfuð beygðu
er bjarminn lék um þá.
Því ofar stjörnum eygðu
þeir engla Guðs sem tjá:
Far, seg þá frétt á fjöllum,
fjarri og nærri, þar og hér.
Far, seg það sálum öllum
að son Guðs fæddur er.
Kristján Valur Ingólfsson
9. Hin fyrstu jól
(Bassar lagið)
Það dimmir og hljóðnar í Davíðsborg,
í dvala sig strætin þagga.
Í bæn hlýtur svölun brotleg sál
frá brunni himneskra dagga.
Öll jörðin er sveipuð jólasnjó
og jatan er ungbarns vagga.
(4 raddir)
Og stjarna skín gegnum skýjahjúp
með skærum, lýsandi bjarma.
Og inn í fjárhúsið birtan berst
og barnið réttir út arma.
En móðirin, sælasti svanni heims,
hún sefur með bros um hvarma.
(4 raddir)
Og hjarðmaður birtist, - um húsið allt
ber höfga reykelsisangan.
Í huga flytur hann himni þökk
og hjalar við reifarstrangann.
Svo gerir hann krossmark, krýpur fram
og kyssir barnið á vangann.
Kristján frá Djúpalæk.
10. Betlehemsstjarnan blíða
(tenorar með lagið)
Þær ljóma og tindra í loftgeimi blá
og geislarnir sindra sem sólbros þeim frá,
en fegurst er stjarna, sem færir þér orð
um frelsi Guðs barna og friðinn á storð,
sú Betlehems-stjarnan hin blíða.
(tenorar með lagið)
Ef stjörnuna sérðu þá sefast þín þrá,
og sæluna berðu í sálunni þá,
hún bendir á faðminn, sem breiðist þér mót,
á eilífðar baðminn af Ísaí rót.
Sú Betlehems-stjarnan hin blíða.
(1. bassi með lagið)
Þær ljóma og tindra í loftgeimi blá
og geislarnir sindra sem sólbros þeim frá,
en fegurst er stjarna, sem færir þér orð
um frelsi Guðs barna og friðinn á storð,
sú Betlehems-stjarnan hin blíða.
Friðrik Friðriksson
11. Stjarnan ljómar í nótt
Heilögust stund allra stunda.
Stjarnan nú skín við mér.
Klukkurnar heyri ég hljóma.
Hátíð í hjarta er.
Syngur af hjarta englahjörð,
hún boðar frið hér á jörð.
Stórfengleg stund, þá allt er hljótt
því stjarnan ljómar í nótt.
Nýfædda barn, ljúft þú blundar.
Birta frá himni skín.
Hirðar þér fóru til fundar,
förum við og til þín.
Ljúft þú í jötunni liggur,
lotning þér einum ber!
Við jötu þessa nú þiggur
þína náð maður hver.
:,: Hér er að finna frið og sátt,
fögnuð sem englarnir tjá.
Hefjum upp söng við hörpuslátt,
því heilög jól verða þá. :,:
Guðlaugur Gunnarsson
12. Ljós í húminu svarta
Einsöngur / Kórinn syngur undirstrikun
Nú ríkir á landinu niðadimm nótt,
í næturstað manna er kyrrlátt og hljótt,
en erillinn vex þó að aum séu kjör,
ullin er spunnin og strokkað er smjör.
Það logar í bænum með ljómann sinn bjarta,
eitt ljós, eitt ljós, eitt ljós, sem lýsir upp húmið svarta.
Þótt fallinn sé snjór yfir frostkalda jörð,
fjöllin í myrkrinu rísa við fjörð,
en Drottinn gaf lífsbjörg og dagverð og skjól,
(ú-ú, a-a) það dregur nær aðventu, koma brátt jól.
:,: Við steypum eitt ljós með þá löngun í hjarta,
eitt ljós, eitt ljós, sem lýsir upp húmið svarta. :,:
Skammvinnir dagar og skuggaleg nótt,
í skammdegismyrkri við von getum sótt
í ljós sem snýr aftur svo lengja fer dag,
í ljómandi hátíð og helginnar brag:
[Í jötu var lögð okkar] (a-a) lífsvonin bjarta,
:,: eitt ljós, eitt ljós, sem lýsir upp húmið svarta. :,:
Guðlaugur Gunnarsson
13. Vögguljóð hirðanna
Ó, sofðu, blessað barnið frítt,
þú blundar vært og rótt.
Þig vængir engla vefja blítt
og vindar anda hljótt.
Af hjarta syngja hjarðmenn þér
til heiðurs vögguljóð sem tér:
Viðlag:
Sofðu rótt, sofðu rótt,
vært og rótt, sofðu rótt.
Af móðurást sú mærin kær
þér mjúkan gerir beð.
En Jósef frómur færist nær
og fylgist hljóður með.
Við lágan stallinn lömbin smá
í lotning þögul horfa á.
Þú hvílir mjúkt við móðurskaut,
svo milt og fjarri vá.
En senn mun krossins þunga þraut
og þjáning bjáta á.
Ó, Jesúbarn, þín vernd og vörn
oss vefji öll hin hrelldu börn.
Þorgils Hlynur Þorbergsson
14. Á jólanótt
Það var svo fagur draumur sem mig dreymdi
og dásamlega skýr í alla nótt.
Ég sá hvar maður mey á asna teymdi
um myrkan fjallaveg, þar allt var hljótt.
[Ú, ú, ú... nema 1. tenor sem syngur erindið]
Þau skröfuðu með kvíða´ í hálfum hljóðum,
ég heyrði þá að lítið barn var nefnt.
Um húsaskjól var hart á þessum slóðum
því hingað var svo mörgu fólki stefnt.
Þau leiddust inn í lítinn fjárhúskofa,
þá lýsti stjarna fögur næturgeim,
og englaraddir almáttugan lofa
sem elskar menn og frelsar þennan heim.
Hér vonarinnar neisti víst er glæddur
sem veitir himingjöf í Betlehem.
Þú, Kristur Jesús, frelsari ert fæddur,
ég fagnandi að jötu þinni kem.
Karl Kristensen
15. Skín yfir lög og láð
Skín yfir lög og láð ljómandi stjarna,
lýsir í lengd og bráð, leiðsögn guðsbarna.
Birtist í Betlehem, bendir á staðinn sem
hirðarnir heyra frá; hugfangnir glö-öggt sjá
skínandi stjörnu, skínandi stjörnu.
Niðadimm nóttin í náttmyrkra landi,
allt bindur enn á ný í rökkurbandi.
Hirðar þar hvílast rótt, heyra um barn í nótt,
birtist þeim Drottins dýrð, dýrlegir ó-óm-ar;
stjarnan í kvöldsins kyrrð kraftmikil ljómar.
Hjörðinni halda frá, hjálpræðis leita,
stjarnan á himni há, hjálp mun þeim veita.
Hvað sem nú hindrar þá, hvers konar ógn og vá,
ekkert þeim aftra má á þeirri gö-ö-tu;
lausnarann litið fá liggjandi‘ í jö-ö-tu.
Gunnar Jóhannes Gunnarsson
16. Nú ljóma aftur ljósin skær
Nú ljóma aftur ljósin skær (milt í upphafi)
um lönd og höf í nótt
og húmið lífsins ljóma fær
er leiftrar stjarna gnótt.
Þá flutt er mönnum fregnin sú
að fæddur oss sé hann
er færir birtu, frið og trú
og fró í sérhvern rann.
Ó stjarna lát þú lýsa enn
þitt ljós með von og trú
svo öðlist frið þinn allir menn
er ætíð boðar þú.
Í sorgmædd hjörtu sendu inn
þín signuð ljósin blíð
og hugga hvern er harmar sinn
á helgri jólatíð.
Gunnlaugur Snævarr
17. Kyrrlát kemur nótt
Kyrrlát kemur nótt
með kærleik, gleði, frið og von.
Ást Guðs opinberuð hér á jörð,
hún öllum boðar sáttargjörð,
þessa nótt er við fögnum þeim sem fæddur er.
Kyrrð, kyrrð, kyrrð,
þessa nótt gleðin er við völd.
Hjarta mitt af lofsöng hljómar,
helgur englasöngur ómar.
Kyrrð, kyrrð, kyrrð,
[er við] fögnum þeim sem fæddur er.
1. tenor: Kyrrð, kyrrð, kyrrð ...
2. tenor: Ó, helga nótt,
er skærar stjörnur skína,
þá við skulum fagna,
englaraddir óma.
Bassar: Kyrrlát kemur nótt ...
(ath: syngja lægra frá „sáttargjörð, ...“)
Kyrrð, kyrrð, kyrrð,
er við fögnum þeim sem fæddur er.
Þórarinn Björnsson
Jól í hjarta
Stjórnandi: Laufey G.Geirlaugsdóttir
Píanóleikari: Ásta Haraldsdóttir
Einsöngur: Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Dagskrá
- Jól í hjarta
- Í litla bænum Betlehem
- Oft ég undrast
- Kom blessaða birta
- Fögur er foldin
- Við loga tendrum
- Allar jólaklukkur (Jubilate)
- Far seg þá frétt
- Hin fyrstu jól
- Betlehemsstjarnan blíða
- Stjarnan ljómar í nótt
- Ljós í húminu svarta
- Vögguljóð hirðanna
- Á jólanótt (Það var svo fagur draumur)
- Skín yfir lög og láð
- Nú ljóma aftur ljósin skær
- Kyrrlát kemur nótt
1. Jól í hjarta / Þórdís Ágústsdóttir
Jól í hjarta, jól vil ég,
já, jól svo yndisleg.
Syngja vil ég söng í dag,
já, syngja jólalag
um þau jól er Jesús fæddist,
hér á jörðu vonin glæddist:
Fæddur er nú frelsarinn.
Jólahátíð helg og blíð,
já, heilög jólatíð.
Hirðar heyrðu englasöng
og helg var nóttin löng,
ennþá heyrast fagrir hljómar,
út um heiminn berast ómar:
Barn er fætt í Betlehem.
Jól, mín jól í desember,
ó, jól við fögnum þér
og með englum syngjum við
er opnast himins hlið.
Öll af hjarta heiðrum saman
konung himna þá er gaman:
In excelsis gloria.
La, la, ...
Jólahátíð helg og blíð ... (2. er.)
Jól, mín jól í desember ... (3. er.)
2. Í litla bænum Betlehem
Í litla bænum Betlehem, þú barnið helga býrð.
Og yfir þér er allt svo bjart og einskær himnadýrð.
Það birtir upp í bænum og burt er hryggð og sorg.
Í dag sem þá má dýrð Guðs sjá í Davíðs helgu borg.
Nú fæddur er á foldu Hann sem frelsar alla menn.
Og englar sungu Drottni dýrð og dýrð hans varir enn.
Á jólum son Guðs Jesús í jötu lagður var.
Og allt var hljótt þá helgu nótt og himnesk birta þar.
Kom konungsbarn frá Betlehem (Tenorar: „ú“)
og bú í hjarta mér.
Ég tek á móti þér í trú,
þér tign og lofgjörð ber.
Hjá hirðum úti‘ í haga
þá hljómaði‘ undur vel
er nóttin löng kvað nýjan söng:
Kom nú Immanúel.
Hve undurblítt og bjart og frítt
þú barnið Jesús ert
í auðmýkt þinni‘ - og án þín hér
er allt svo lítilsvert.
Já, þú ert gjöf frá Guði
sem gefur líf og von.
Öll heilög jól um heimsins ból
við hyllum þig Guðs son.
Þórdís Ágústsdóttir
3. Oft ég undrast
Oft ég undrast kæri Jesús Bassar: „ú-ú...“
að þú fórst úr himnadýrð
til að búa meðal manna,
máttir þola fátækt, rýrð.
Kór: Já, við þökkum þér, ó, Jesús, (þríraddað)
þessi helgu góðu jól,
þökkum fyrir þínar gjafir,
þú ert okkar bjarta sól.
Já, þú fórst frá föður þínum,
frá þeim stað sem bestur er,
þótt þú vissir hvað menn vildu
við þig gera‘ á jörðu hér.
Oft ég undrast kæri Jesús ...
Já, þú fórst frá föður þínum ...
Þórdís Ágústsdóttir
4. Kom blessaða birta um fjörðinn
Kom blessaða birta um fjörðinn,
kom blessaða ljós yfir lönd,
og velkomin vonbjörtu orðin
um vonanna útréttu hönd.
Guð vaktu öllu því yfir
sem ástúð þín lífinu gaf,
að aldrei við missum móðinn
í myrkri við ysta haf.
Oft stóðum með hendur í skauti,
þó sterk væri barnatrú
og oft hefur á okkur sannast
að í einbeitni þraukum sem þú.
Er fetum við fjallvegu hála
og fálmum um ókunnan heim.
Mót birtu frá Betlehems stjörnu
sem blikar og leiðir oss heim.
Lýs friði um fjöllin og dali,
Guðs frið yfir sjóinn og storð.
Guðs frið yfir fjárhús og hlöður
og frosna og grýtta jörð.
Set lófann þinn hlýja á landið
og líkn þína‘ og eilífa náð,
yfir hafið og fénað og fólkið
sem lifir á Ísaláð.
Karl Sigurbjörnsson
5. Fögur er foldin
Fögur er foldin,
heiður er Guðs himinn,
indæl pílagríms ævigöng.
Fram, fram um víða
veröld og gistum
í Paradís með sigursöng.
Kynslóðir koma,
kynslóðir fara,
allar sömu ævigöng.
Gleymist þó aldrei
eilífa lagið
við pílagrímsins gleðisöng.
Fjárhirðum fluttu
fyrst þann söng Guðs englar,
unaðssöng, er aldrei þver:
Friður á foldu,
fagna þú, maður,
frelsari heimsins fæddur er.
Matthías Jochumsson
6. Við loga tendrum
Við loga tendrum er lækkar sól
svo ljóma augun við skinið bjarta
og bernskuminning um blessuð jól
mér býr í huga og vermir hjarta.
Þótt horfin séu þau heilög jól
er hátíðlega við áttum forðum
með ástarhlýju skín eilíf sól
ef aðeins komum við að því orðum.
Lát birtu jóla þér bera von
er barn í jötu kom jörð að færa.
Ber elsku líkt og Guðs einkason
til allra þeirra sem áttu kæra.
Guðlaugur Gunnarsson
7. Allar jólaklukkur klingja
Allar jólaklukkur klingja,
kalla saman menn í dag,
yfir jörð þær hátíð hringja,
heilsum þeim með gleðibrag:
Jubilate, jubilate, jubila-a-te.
Þegar jólaklukkur klingja:
Kristur fæddur er í dag.
Börn Guðs öll með englum syngja
aldagamalt dýrðarlag:
Jubilate, jubilate, jubila-a-te.
Dýrð sé Guði‘ í hæstum hæðum,
himinfriður vorri jörð!
Fögnum lífsins friðargjöfum,
færum Drottni þakkargjörð:
Jubilate, jubilate, jubila-a-te.
Titrar loft af kátum kliði,
kallið gjallar vítt um láð,
komið ásamt englaliði,
Undrist Drottins miklu náð.
:,: Jubilate, jubilate, jubila-a-te. :,:
Friðrik Friðriksson
8. Far, seg þá frétt á fjöllum
Far, seg þá frétt á fjöllum,
fjarri og nærri, þar og hér.
Far, seg það sálum öllum
að son Guðs fæddur er.
1. bassi: undirstrikað / 2. bassi: feitletrað
Er hirðar gæta hjarðar,
þá hræðir undrasýn.
Frá himni hám til jarðar,
þeim heilög birta skín.
Í bæn þeir höfuð beygðu
er bjarminn lék um þá.
Því ofar stjörnum eygðu
þeir engla Guðs sem tjá:
Far, seg þá frétt á fjöllum,
fjarri og nærri, þar og hér.
Far, seg það sálum öllum
að son Guðs fæddur er.
Kristján Valur Ingólfsson
9. Hin fyrstu jól
(Bassar lagið)
Það dimmir og hljóðnar í Davíðsborg,
í dvala sig strætin þagga.
Í bæn hlýtur svölun brotleg sál
frá brunni himneskra dagga.
Öll jörðin er sveipuð jólasnjó
og jatan er ungbarns vagga.
(4 raddir)
Og stjarna skín gegnum skýjahjúp
með skærum, lýsandi bjarma.
Og inn í fjárhúsið birtan berst
og barnið réttir út arma.
En móðirin, sælasti svanni heims,
hún sefur með bros um hvarma.
(4 raddir)
Og hjarðmaður birtist, - um húsið allt
ber höfga reykelsisangan.
Í huga flytur hann himni þökk
og hjalar við reifarstrangann.
Svo gerir hann krossmark, krýpur fram
og kyssir barnið á vangann.
Kristján frá Djúpalæk.
10. Betlehemsstjarnan blíða
(tenorar með lagið)
Þær ljóma og tindra í loftgeimi blá
og geislarnir sindra sem sólbros þeim frá,
en fegurst er stjarna, sem færir þér orð
um frelsi Guðs barna og friðinn á storð,
sú Betlehems-stjarnan hin blíða.
(tenorar með lagið)
Ef stjörnuna sérðu þá sefast þín þrá,
og sæluna berðu í sálunni þá,
hún bendir á faðminn, sem breiðist þér mót,
á eilífðar baðminn af Ísaí rót.
Sú Betlehems-stjarnan hin blíða.
(1. bassi með lagið)
Þær ljóma og tindra í loftgeimi blá
og geislarnir sindra sem sólbros þeim frá,
en fegurst er stjarna, sem færir þér orð
um frelsi Guðs barna og friðinn á storð,
sú Betlehems-stjarnan hin blíða.
Friðrik Friðriksson
11. Stjarnan ljómar í nótt
Heilögust stund allra stunda.
Stjarnan nú skín við mér.
Klukkurnar heyri ég hljóma.
Hátíð í hjarta er.
Syngur af hjarta englahjörð,
hún boðar frið hér á jörð.
Stórfengleg stund, þá allt er hljótt
því stjarnan ljómar í nótt.
Nýfædda barn, ljúft þú blundar.
Birta frá himni skín.
Hirðar þér fóru til fundar,
förum við og til þín.
Ljúft þú í jötunni liggur,
lotning þér einum ber!
Við jötu þessa nú þiggur
þína náð maður hver.
:,: Hér er að finna frið og sátt,
fögnuð sem englarnir tjá.
Hefjum upp söng við hörpuslátt,
því heilög jól verða þá. :,:
Guðlaugur Gunnarsson
12. Ljós í húminu svarta
Einsöngur / Kórinn syngur undirstrikun
Nú ríkir á landinu niðadimm nótt,
í næturstað manna er kyrrlátt og hljótt,
en erillinn vex þó að aum séu kjör,
ullin er spunnin og strokkað er smjör.
Það logar í bænum með ljómann sinn bjarta,
eitt ljós, eitt ljós, eitt ljós, sem lýsir upp húmið svarta.
Þótt fallinn sé snjór yfir frostkalda jörð,
fjöllin í myrkrinu rísa við fjörð,
en Drottinn gaf lífsbjörg og dagverð og skjól,
(ú-ú, a-a) það dregur nær aðventu, koma brátt jól.
:,: Við steypum eitt ljós með þá löngun í hjarta,
eitt ljós, eitt ljós, sem lýsir upp húmið svarta. :,:
Skammvinnir dagar og skuggaleg nótt,
í skammdegismyrkri við von getum sótt
í ljós sem snýr aftur svo lengja fer dag,
í ljómandi hátíð og helginnar brag:
[Í jötu var lögð okkar] (a-a) lífsvonin bjarta,
:,: eitt ljós, eitt ljós, sem lýsir upp húmið svarta. :,:
Guðlaugur Gunnarsson
13. Vögguljóð hirðanna
Ó, sofðu, blessað barnið frítt,
þú blundar vært og rótt.
Þig vængir engla vefja blítt
og vindar anda hljótt.
Af hjarta syngja hjarðmenn þér
til heiðurs vögguljóð sem tér:
Viðlag:
Sofðu rótt, sofðu rótt,
vært og rótt, sofðu rótt.
Af móðurást sú mærin kær
þér mjúkan gerir beð.
En Jósef frómur færist nær
og fylgist hljóður með.
Við lágan stallinn lömbin smá
í lotning þögul horfa á.
Þú hvílir mjúkt við móðurskaut,
svo milt og fjarri vá.
En senn mun krossins þunga þraut
og þjáning bjáta á.
Ó, Jesúbarn, þín vernd og vörn
oss vefji öll hin hrelldu börn.
Þorgils Hlynur Þorbergsson
14. Á jólanótt
Það var svo fagur draumur sem mig dreymdi
og dásamlega skýr í alla nótt.
Ég sá hvar maður mey á asna teymdi
um myrkan fjallaveg, þar allt var hljótt.
[Ú, ú, ú... nema 1. tenor sem syngur erindið]
Þau skröfuðu með kvíða´ í hálfum hljóðum,
ég heyrði þá að lítið barn var nefnt.
Um húsaskjól var hart á þessum slóðum
því hingað var svo mörgu fólki stefnt.
Þau leiddust inn í lítinn fjárhúskofa,
þá lýsti stjarna fögur næturgeim,
og englaraddir almáttugan lofa
sem elskar menn og frelsar þennan heim.
Hér vonarinnar neisti víst er glæddur
sem veitir himingjöf í Betlehem.
Þú, Kristur Jesús, frelsari ert fæddur,
ég fagnandi að jötu þinni kem.
Karl Kristensen
15. Skín yfir lög og láð
Skín yfir lög og láð ljómandi stjarna,
lýsir í lengd og bráð, leiðsögn guðsbarna.
Birtist í Betlehem, bendir á staðinn sem
hirðarnir heyra frá; hugfangnir glö-öggt sjá
skínandi stjörnu, skínandi stjörnu.
Niðadimm nóttin í náttmyrkra landi,
allt bindur enn á ný í rökkurbandi.
Hirðar þar hvílast rótt, heyra um barn í nótt,
birtist þeim Drottins dýrð, dýrlegir ó-óm-ar;
stjarnan í kvöldsins kyrrð kraftmikil ljómar.
Hjörðinni halda frá, hjálpræðis leita,
stjarnan á himni há, hjálp mun þeim veita.
Hvað sem nú hindrar þá, hvers konar ógn og vá,
ekkert þeim aftra má á þeirri gö-ö-tu;
lausnarann litið fá liggjandi‘ í jö-ö-tu.
Gunnar Jóhannes Gunnarsson
16. Nú ljóma aftur ljósin skær
Nú ljóma aftur ljósin skær (milt í upphafi)
um lönd og höf í nótt
og húmið lífsins ljóma fær
er leiftrar stjarna gnótt.
Þá flutt er mönnum fregnin sú
að fæddur oss sé hann
er færir birtu, frið og trú
og fró í sérhvern rann.
Ó stjarna lát þú lýsa enn
þitt ljós með von og trú
svo öðlist frið þinn allir menn
er ætíð boðar þú.
Í sorgmædd hjörtu sendu inn
þín signuð ljósin blíð
og hugga hvern er harmar sinn
á helgri jólatíð.
Gunnlaugur Snævarr
17. Kyrrlát kemur nótt
Kyrrlát kemur nótt
með kærleik, gleði, frið og von.
Ást Guðs opinberuð hér á jörð,
hún öllum boðar sáttargjörð,
þessa nótt er við fögnum þeim sem fæddur er.
Kyrrð, kyrrð, kyrrð,
þessa nótt gleðin er við völd.
Hjarta mitt af lofsöng hljómar,
helgur englasöngur ómar.
Kyrrð, kyrrð, kyrrð,
[er við] fögnum þeim sem fæddur er.
1. tenor: Kyrrð, kyrrð, kyrrð ...
2. tenor: Ó, helga nótt,
er skærar stjörnur skína,
þá við skulum fagna,
englaraddir óma.
Bassar: Kyrrlát kemur nótt ...
(ath: syngja lægra frá „sáttargjörð, ...“)
Kyrrð, kyrrð, kyrrð,
er við fögnum þeim sem fæddur er.
Þórarinn Björnsson