KARLAKÓR KFUM
  • Heim
    • Medlimalisti
    • Samþykktir
    • Stjórnarfundir
    • Ársskýrsla 2021
    • Ársskýrsla 2020
    • Ársskýrsla 2019
    • Ársskýrsla 2018
    • Ársskýrsla 2017
    • Ársskýrsla 2016
    • Ársskýrsla 2015
    • Ársskýrsla 2014-15
    • Ársskýrsla 2013-14
    • Skýrsla ársfundar 2022
    • Skýrsla ársfundar 2020
    • Skýrsla ársfundar 2021
    • Skýrsla ársfundar 2019
    • Skýrsla ársfundar 2018
    • Skýrsla ársfundar 2017
    • Skýrsla ársfundar 2016
    • Skýrsla ársfundar 2015
    • Skýrsla ársfundar 2014
    • Skýrsla ársfundar 2013
  • SÖNGLÖG
  • JÓLALÖG
  • DAGSKRÁ
    • Vor 2023
  • Fréttir
  • BÆNALISTI
  • SÖNGBLÖÐ

Herrakvöld 2017


Dagskrá
  1. Sveinar kátir
  2. Eins og hind
  3. Er þú talaðir til vinanna
  4. Hallelúja
  5. Ég heyri raust
 
1. Sveinar kátir, syngið
 
Sveinar kátir, syngið
saman fjörug ljóð.
Æskusöngvum yngið
elliþrungið blóð.
:,: Þráir söng vor sál,
söngsins unaðsmál. :,:
            Bjarni Jónsson
 
  
2. Eins og hind
 
Eins og hind leitar lindarvatnsins
þannig leitar hjarta mitt,
Guð, að þér uns það fyllist friði,
er það finnur upphaf sitt.

Kór:
Skjöldur, hlíf mín og hjálp ert þú.
Mín heitust löngun og bæn er sú,
Drottinn, einum að þóknast þér
og að þjóna hvar sem er.


Konungstign þín er öllum æðri,
samt þú elskar sérhvern mann,
ert sá bróðir og besti vinur,
sem ei bregst, þótt svíki hann.

Gull og silfur ég girnist ekki,
því mín gæfa er í þér,
gleðilindin, er lengi’ eg þráði,
sem allt lífið endist mér.
            Lilja S. Kristjánsdóttir
 
  
3. Er þú talaðir til vinanna
 
Bassar syngja „ú“ þar sem er undirstikað
 
Er þú talaðir til vinanna,
þú valdir líkingar.
Eitt sinn víntré sjálfan nefndir þig
og börn þín greinarnar.
Ef ei greinin er á vínviðnum
þá visnar hún og deyr.
En þú vöxtinn gefur þeim sem í þér lifa.
 
Kór:
Lát þú okkur, Jesús, vera´ í þér
og vexti góðum ná.
Já, vaxa upp til himinsins,
þótt lifum jörðu á,
og flytja kærleiksboðskap þann,
sem björgun manna er,
hér bera ávöxtinn
sem er dýrmætastur þér.
 
Bassar syngja „ú“ þar sem er undirstikað
 
Þú gafst börnum þínum heit um það,
að hjá þeim værir þú.
Viltu hjálpa okkur frelsari,
að lifa þér í trú.
Láttu orðin sem þú talaðir
á okkur valdi ná,
svo að árangurinn dyljist ekki neinum.
            Lilja S. Kristjánsdóttir


4. Hallelúja
 
Þú gafst mér Jesús gleði‘ og frið,
ég gat sem barn þig talað við
og sorgin aldrei ýfði sálu mína.
Tilveran var traust og hlý,
tært var loftið, hvergi ský
og tilvalið að hrópa hallelúja.
 
Viðlag: Hallelúja (4x) en (8x eftir síðasta erindið).
 
Táningsára öldurót
eftir það mér kom í mót.
Bjartar vonir brugðust eins og gengur.
Oft var kalt og oft var heitt,
eigi skildi‘ eg þetta neitt.
En samt ég reyndi‘ að segja hallelúja.
 
Nú leiðst við höfum langan veg,
ljúfi Jesús, þú og ég,
þú gafst mér styrk, ég stóð í skjóli þínu.
Er vinir brugðust, von og þrá,
varstu Drottinn enn mér hjá,
skýli mitt og skjöldur, hallelúja.
- Hækkun -
Þú barst mig gegnum erfið ár
og öll mín græddir hjartasár.
Enginn vinur er sem Drottinn Jesús.
Er burt hann fór, hann býr mér stað
og brátt ég fæ að reyna það
í sölum þeim að syngja hallelúja.
            Jóhanna Karlsdóttir


5. Ég heyri raust
 
Ég heyri raust, sem hljóðlát til mín talar.
Hún tendrar ljós og birtu‘ um myrkur svið.
:,: Og ómur hennar sárum þorsta svalar
og sendir inn í hjartað djúpan frið. :,:
 
Ég heyri‘ og sé þann hirði góða benda - (2. tenór)
á hvíta akra‘ er skortir verkamenn. - (2. tenór)
Ég heyri‘ hann spyrja: „Hvern á ég að senda, - (2. ten + 1. ba)
til hjálpar meðan dagur ljómar enn?“ – (Allir)
Ég heyri‘ hann spyrja: „Hvern á ég að senda – (Allir)
til hjálpar meðan dagur ljómar enn?“ – (Allir)
 
Og þetta kall ég finn um æðar fara,
mig fylla þrá að velja þjónsins stig,
:,: og ég veit ekkert sælla‘ en fá að svara:
„Hve sælt, ó Guð, ef þú vilt nota mig.“ :,:
            Bjarni Eyjólfsson
  • Heim
    • Medlimalisti
    • Samþykktir
    • Stjórnarfundir
    • Ársskýrsla 2021
    • Ársskýrsla 2020
    • Ársskýrsla 2019
    • Ársskýrsla 2018
    • Ársskýrsla 2017
    • Ársskýrsla 2016
    • Ársskýrsla 2015
    • Ársskýrsla 2014-15
    • Ársskýrsla 2013-14
    • Skýrsla ársfundar 2022
    • Skýrsla ársfundar 2020
    • Skýrsla ársfundar 2021
    • Skýrsla ársfundar 2019
    • Skýrsla ársfundar 2018
    • Skýrsla ársfundar 2017
    • Skýrsla ársfundar 2016
    • Skýrsla ársfundar 2015
    • Skýrsla ársfundar 2014
    • Skýrsla ársfundar 2013
  • SÖNGLÖG
  • JÓLALÖG
  • DAGSKRÁ
    • Vor 2023
  • Fréttir
  • BÆNALISTI
  • SÖNGBLÖÐ