KARLAKÓR KFUM
  • Heim
    • Medlimalisti
    • Samþykktir
    • Stjórnarfundir
    • Ársskýrsla 2021
    • Ársskýrsla 2020
    • Ársskýrsla 2019
    • Ársskýrsla 2018
    • Ársskýrsla 2017
    • Ársskýrsla 2016
    • Ársskýrsla 2015
    • Ársskýrsla 2014-15
    • Ársskýrsla 2013-14
    • Skýrsla ársfundar 2022
    • Skýrsla ársfundar 2020
    • Skýrsla ársfundar 2021
    • Skýrsla ársfundar 2019
    • Skýrsla ársfundar 2018
    • Skýrsla ársfundar 2017
    • Skýrsla ársfundar 2016
    • Skýrsla ársfundar 2015
    • Skýrsla ársfundar 2014
    • Skýrsla ársfundar 2013
  • SÖNGLÖG
  • JÓLALÖG
  • DAGSKRÁ
    • Vor 2023
  • Fréttir
  • BÆNALISTI
  • SÖNGBLÖÐ

Aðventukvöld KFUM og KFUK 5. des 2019

​Í desember er dýrðin mest

Bassar: úúúú
Í desember er dýrðin mest 
er dvínar biðin langa,
þá blik í augum barnsins sést
og bros á hverjum vanga,
því jólahátíð haldin er
í húmi vetrarnætur:
Við dýrleg ljósin dimman fer,
þá dvína allar þrætur.
​
Í hugum okkar hátíð er 
og hjartað fullt af gleði.
Sú elska meiri ávöxt ber
sem eyðir sorg úr geði.
Við tendrum von í vinar hug
og veitum huggun ríka
sem ekkert fær á unnið bug
með ást og gleði slíka.

Við þökkum fyrir frelsarann 
sem fæddist okkur mönnum.
Þótt elski fáir eins og hann
með undrakærleik sönnum
þá elskar son Guðs ávallt þann
sem iðrast sinna saka
svo elskað geti eins og hann
og einskis vænst til baka.

Texti:    Guðlaugur Gunnarsson 
Lag og úts: Bjarni Gunnarsson



Á jólanótt

Það var svo fagur draumur sem mig dreymdi
og dásamlega skýr í alla nótt.
Ég sá hvar maður mey á asna teymdi
um myrkan fjallaveg, þar allt var hljótt.
 
[Ú, ú, ú... nema 1. tenor sem syngur erindið]
Þau skröfuðu með kvíða´ í hálfum hljóðum,
ég heyrði þá að lítið barn var nefnt.
Um húsaskjól var hart á þessum slóðum
því hingað var svo mörgu fólki stefnt.
 
Þau leiddust inn í lítinn fjárhúskofa,
þá lýsti stjarna fögur næturgeim,
og englaraddir almáttugan lofa
sem elskar menn og frelsar þennan heim.
 
Hér vonarinnar neisti víst er glæddur
sem veitir himingjöf í Betlehem.
Þú, Kristur Jesús, frelsari ert fæddur,
ég fagnandi að jötu þinni kem.

     Texti:  Karl Kristensen
​     Lag: Bjarni Gunnarsson
​


Stjarnan ljómar í nótt

Heilögust stund allra stunda.
Stjarnan nú skín við mér.
Klukkurnar heyri ég hljóma.
Hátíð í hjarta er.

Viðlag:
Syngur af hjarta englahjörð, 
hún boðar frið hér á jörð.
Stórfengleg stund, þá allt er hljótt
því stjarnan ljómar í nótt.

Nýfædda barn, ljúft þú blundar.
Birta frá himni skín.
Hirðar þér fóru til fundar,
förum við og til þín.

Viðlag:
Syngur af hjarta englahjörð, 
hún boðar frið hér á jörð.
Stórfengleg stund, þá allt er hljótt
því stjarnan ljómar í nótt.

Ljúft þú í jötunni liggur,
lotning þér einum ber!
Við jötu þessa nú þiggur
þína náð maður hver.

Viðlag:
Hér er að finna frið og sátt,
fögnuð sem englarnir tjá.
Hefjum upp söng við hörpuslátt,
því heilög jól verða þá.

Lag: Tore W. Aas
Texti: Guðlaugur Gunnarsson að norskri fyrirmynd
  • Heim
    • Medlimalisti
    • Samþykktir
    • Stjórnarfundir
    • Ársskýrsla 2021
    • Ársskýrsla 2020
    • Ársskýrsla 2019
    • Ársskýrsla 2018
    • Ársskýrsla 2017
    • Ársskýrsla 2016
    • Ársskýrsla 2015
    • Ársskýrsla 2014-15
    • Ársskýrsla 2013-14
    • Skýrsla ársfundar 2022
    • Skýrsla ársfundar 2020
    • Skýrsla ársfundar 2021
    • Skýrsla ársfundar 2019
    • Skýrsla ársfundar 2018
    • Skýrsla ársfundar 2017
    • Skýrsla ársfundar 2016
    • Skýrsla ársfundar 2015
    • Skýrsla ársfundar 2014
    • Skýrsla ársfundar 2013
  • SÖNGLÖG
  • JÓLALÖG
  • DAGSKRÁ
    • Vor 2023
  • Fréttir
  • BÆNALISTI
  • SÖNGBLÖÐ