Ársskýrsla 2021 Karlakór KFUM
STARFIÐ
Vor: Starfsárið 2021 einkenndist eins og árið 2020 af mismunandi
takmörkunum stjórnvalda á samkomum manna og fjarlægðarmörkum, þegar þær
voru leyfðar. Þá var grímuskyldu beitt í vaxandi mæli. Starf Karlakórs KFUM
bar þessa merki frá árbyrjun til -loka. Það voru æfingar í janúar og febrúar
2021, þar sem tvær raddir mættu í einu. Síðan var það í febrúar sem allir máttu
mæta. Það stóð ekki lengi þar sem æfingar féllu niður í byrjun mars vegna
Kófsins.
Kórinn söng við útför tengdaföður Hans Gíslasonar 27. maí 2021. Þar stjórnaði
Laufey Geirlaugsdóttir kórnum í síðasta sinn.
Í marsmánuði var það ljóst að Laufey myndi hætta kórstjórninni eftir vorönn að
loknum rúmum áratug með sprotann. Ásta Haraldsdóttir féllst á að taka við
stjórn kórsins frá og með hausti og Bjarni Gunnarsson tók að sér meðleik. Ljóst
var, að Ásta þyrfti leyfi í upphafi annar og var Helga Vilborg Sigurjónsdóttir fús
til að taka við hennar hlut þann tíma.
Haust: Áfram urðu truflanir á starfi kórsins vegna faraldursins. Ráðgert var að
syngja bæði á herrakvöldi Skógarmanna í nóvember og aðventukvöldi félaganna
í desember. Þáttaka kórsins féll niður í herrakvöldinu og ekkert varð af
aðventukvöldinu af sömu ástæðum.
Kórinn söng á minningartónleikum um Bjarna Eyjólfsson sem voru 24. október
í Lindakirkju. Síðan var sungið á Kristniboðsdaginn 14. nóvember á samkomu í
Kristkirkjunni. Helga Vilborg æfði kórinn fyrri hluta haustannar og stjórnaði á
þessum tveim viðburðum.
Ásta kom inn í jóladagskrána sem við byrjuðum að æfa 18. október. Vinnubúðir
voru á Holtavegi 27. nóvember. Það tókst að halda jólatónleika kórsins 15.
desember rétt fyrir hertar sóttvarnareglur. Fiðlusveit frá Suzukitónlistarskólanum
í Reykjaík tók þátt í þeim með okkur og var framlag þeirra vel þegið, bæði af
kórfélögum en ekki síður áheyrendum. Aðsókn var góð miðað við aðstæður í
þjóðfélaginu.
1. febrúar 2022, Sigurbjörn Sveinsson
Vor: Starfsárið 2021 einkenndist eins og árið 2020 af mismunandi
takmörkunum stjórnvalda á samkomum manna og fjarlægðarmörkum, þegar þær
voru leyfðar. Þá var grímuskyldu beitt í vaxandi mæli. Starf Karlakórs KFUM
bar þessa merki frá árbyrjun til -loka. Það voru æfingar í janúar og febrúar
2021, þar sem tvær raddir mættu í einu. Síðan var það í febrúar sem allir máttu
mæta. Það stóð ekki lengi þar sem æfingar féllu niður í byrjun mars vegna
Kófsins.
Kórinn söng við útför tengdaföður Hans Gíslasonar 27. maí 2021. Þar stjórnaði
Laufey Geirlaugsdóttir kórnum í síðasta sinn.
Í marsmánuði var það ljóst að Laufey myndi hætta kórstjórninni eftir vorönn að
loknum rúmum áratug með sprotann. Ásta Haraldsdóttir féllst á að taka við
stjórn kórsins frá og með hausti og Bjarni Gunnarsson tók að sér meðleik. Ljóst
var, að Ásta þyrfti leyfi í upphafi annar og var Helga Vilborg Sigurjónsdóttir fús
til að taka við hennar hlut þann tíma.
Haust: Áfram urðu truflanir á starfi kórsins vegna faraldursins. Ráðgert var að
syngja bæði á herrakvöldi Skógarmanna í nóvember og aðventukvöldi félaganna
í desember. Þáttaka kórsins féll niður í herrakvöldinu og ekkert varð af
aðventukvöldinu af sömu ástæðum.
Kórinn söng á minningartónleikum um Bjarna Eyjólfsson sem voru 24. október
í Lindakirkju. Síðan var sungið á Kristniboðsdaginn 14. nóvember á samkomu í
Kristkirkjunni. Helga Vilborg æfði kórinn fyrri hluta haustannar og stjórnaði á
þessum tveim viðburðum.
Ásta kom inn í jóladagskrána sem við byrjuðum að æfa 18. október. Vinnubúðir
voru á Holtavegi 27. nóvember. Það tókst að halda jólatónleika kórsins 15.
desember rétt fyrir hertar sóttvarnareglur. Fiðlusveit frá Suzukitónlistarskólanum
í Reykjaík tók þátt í þeim með okkur og var framlag þeirra vel þegið, bæði af
kórfélögum en ekki síður áheyrendum. Aðsókn var góð miðað við aðstæður í
þjóðfélaginu.
1. febrúar 2022, Sigurbjörn Sveinsson