KARLAKÓR KFUM
  • Heim
    • Samþykktir
    • Stjórnarfundir
    • Ársskýrsla 2020
    • Ársskýrsla 2019
    • Ársskýrsla 2018
    • Ársskýrsla 2017
    • Ársskýrsla 2016
    • Ársskýrsla 2015
    • Ársskýrsla 2014-15
    • Ársskýrsla 2013-14
    • Skýrsla ársfundar 2020
    • Skýrsla ársfundar 2019
    • Skýrsla ársfundar 2018
    • Skýrsla ársfundar 2017
    • Skýrsla ársfundar 2016
    • Skýrsla ársfundar 2015
    • Skýrsla ársfundar 2014
    • Skýrsla ársfundar 2013
  • SÖNGLÖG
  • JÓLALÖG
  • DAGSKRÁ
    • Jólasöngvar 2020
    • Söngvar vor 2021
    • Midakaup_leidbeiningar
  • Fréttir
  • BÆNALISTI
  • SÖNGBLÖÐ
  • Söngvar vor 2021

Karlakór KFUM - starfsárið 2018

Karlakórinn æfir reglulega einu sinni í viku yfir veturinn í félagshúsinu við Holtaveg og hóf æfingar eftir jólafrí þann 15. janúar 2018.   Ársfundur kórsins var haldinn mánudaginn 12. mars eftir stutta æfingu. Rædd voru ýmiss mál, m.a. fyrirhuguð ferð til Færeyja vorið 2019, fjárhagsstaða kórsins og fleira er laut að samfélagi kórfélaga og starfinu. Úr stjórn gekk Gunnar E. Finnbogason ritari, og voru honum þökkuð góð störf í þágu kórsins. Guðlaugur Gunnarsson var kosinn í hans stað til þriggja ára og var hann boðinn velkominn til starfa. Tók hann við hlutverki ritara stjórnar. Aðrir í stjórn voru Þórarinn Björnsson, gjaldkeri, og Ingi Bogi Bogason, formaður. Laufey Geirlaugsdóttir stjórnaði sem áður karlakórnum og  Ásta Haraldsdóttir lék á píanó við söng kórsins á æfingum og tónleikum, en hún hefur einnig útsett nokkur af lögum kórsins. Kórfélagar þakka þeim báðum fyrir samstarfið á liðnu starfsári og trausta og faglega stjórn.  Bjarni Gunnarsson hefur nokkrum sinnum leikið á píanó með kórnum í forföllum Ástu og hefur hann samið lög  og einnig útsett nokkur lög sem kórinn hefur sungið. Skráðir kórfélagar voru 43 á árinu.
Sunnudaginn 4. mars söng kórinn þrjú lög á samkomu í Kristniboðsviku á Háaleitisbraut 58.  Miðvikudagskvöldið 14. mars söng kórinn þrjú lög á söngsamkomu í Kristniboðssalnum og var gerður góður rómur að söng kórsins. Að kvöldi sumardagsins fyrsta, þann 19. apríl, söng kórinn að vanda á fjáröflunarsamkomu Skógarmanna KFUM. Vortónleikar Karlakórsins voru haldnir þriðjudagskvöldið 1. maí undir yfirskriftinni „Með söng í hjarta“. Um 180 manns sóttu tónleikana. Þorvaldur Sigurðsson sá um að taka tónleikana upp, en slíkar upptökur eru ómetanlegar fyrir kórfélaga við mat og æfingu á lögum, auk þess sem þau eru góðar heimildir. Ekki hefur verið farið út í útgáfu efnis enn sem komið er.  Kórinn fór í vorferð til Akraness mánudaginn 7. maí og söng þá í Akranesvita áður en sameiginleg máltíð var snædd í safnaðarheimili Akraneskirkju. Eftir það var samvera í kirkjunni þar sem kórinn söng og sr. Þráinn Haraldsson rakti sögu kirkjunnar. Fimmtudagskvöldið 24. maí söng kórinn við 25 ára vígsluafmæli Friðrikskapellu. Föstudagskvöldið 25. maí tók kórinn þátt í sérstökum hátíðartónleikum í Lindakirkju í tilefni af 150 ára ártíð sr. Friðriks Friðrikssonar og söng þá þrjá söngva eftir hann, tvo þeirra ásamt Jóhanni Helgasyni.
Eftir sumarfrí tók kórinn aftur til við æfingar haustsins mánudaginn 17. september. Sunnudaginn 28. október söng kórinn svo í KFUM og KFUK messu í Keflavíkurkirkju. Fimmtudagskvöldið 1. nóvember tók kórinn þátt í Vatnaskógarkvöldvöku/herrakvöldi í félagshúsinu á Holtavegi. Haldið var í æfingabúðir í Ölver undir Hafnarfjalli föstudagskvöld til laugardags 23.-24. nóvember. Æfingabúðirnar tókust mjög vel og aðstæður allar góðar og gott samfélag manna á milli. Sunnudaginn 25. nóvember sungu kórfélagar í Tómasarmessu í Breiðholtskirkju, mánudaginn 3. desember söng kórinn nokkur jólalög á aðventustund á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ og þann 4. desember söng Karlakór KFUM að vanda á aðventukvöldi Friðrikskapellu ásamt Valskórnum og karlakórnum Fóstbræðrum. Jólatónleikar karlakórsins voru miðvikudagskvöldið 12. desember undir yfirskriftinni „Stjarnan ljómar í nótt“. Miðar á tónleikana voru í fyrsta sinn boðnir til sölu gegnum vefsíðu KFUM og hátt í tvö hundruð manns sóttu tónleikana sem þóttu takast einkar vel. Laufey Geirlaugsdóttir söng einsöng með kórnum í tveimur lögum. Jóhannes Sigurðsson sá eins og áður um gerð á auglýsingum og miðum fyrir tónleika kórsins með mikilli prýði og Stefán Ingi útbjó auglýsingu á útvarpsstöðinni Lindinni.  Það gerir þessa tónleika nokkuð sérstaka að æ fleiri af söngvunum og textunum eru eftir einhverja úr kórnum eða þeim tengdum.
Auk þessa hafa kórfélagar sungið við tvær jarðarfarir á árinu, útför Ólafar Magnúsdóttur í Grafarvogskirkju miðvikudaginn 25. apríl  og útför Kristínar Þór í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 20. september. 
Stjórn kórsins hefur haldið nokkra stjórnarfundi á starfsárinu, oftast í tengslum við æfingar. Nokkur tími hefur farið í undirbúning Færeyjaferðar og hafa þeir Ingi Gunnar Jóhannsson og Ólafur Jóhannsson haft veg og vanda að undirbúningnum í samvinnu við stjórnina og færeyska ferðaþjónustuaðila og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir.
Vefsíða kórsins, karlakor.kfum.is, hefur komið sér einkar vel fyrir kórfélaga, en þar geta þeir séð yfirlit yfir alla söngva sem kórinn hefur verið að syngja og æfa undanfarin ár,  nálgast söngvalista fyrir tónleika, séð hvað er næst á döfinni, hver hefur umsjón með orði og bæn á æfingum og lesið yfir bænalista kórsins. Á æfingum geta menn stuðst við söngtexta og nótur söngvanna á heimasíðunni og geta þess utan hlustað á hljóðskrár fyrir hverja rödd allra söngva kórsins og þannig æft sig og rifjað upp raddir sínar hvenær sem þeim hentar. Einnig er hægt að sækja nótnaskrár til útprentunar eftir þörfum. Margir fundu fyrir því þegar heimasíða kórsins lá niðri nokkra daga í nóvember, en Geirlaugur Sigurbjörnsson hjálpaði til við að koma henni aftur í gagnið. Umsjón og gerð vefsíðunnar hefur verið í höndum Guðlaugs Gunnarssonar.   

​Guðlaugur Gunnarsson, ritari stjórnar
 
  • Heim
    • Samþykktir
    • Stjórnarfundir
    • Ársskýrsla 2020
    • Ársskýrsla 2019
    • Ársskýrsla 2018
    • Ársskýrsla 2017
    • Ársskýrsla 2016
    • Ársskýrsla 2015
    • Ársskýrsla 2014-15
    • Ársskýrsla 2013-14
    • Skýrsla ársfundar 2020
    • Skýrsla ársfundar 2019
    • Skýrsla ársfundar 2018
    • Skýrsla ársfundar 2017
    • Skýrsla ársfundar 2016
    • Skýrsla ársfundar 2015
    • Skýrsla ársfundar 2014
    • Skýrsla ársfundar 2013
  • SÖNGLÖG
  • JÓLALÖG
  • DAGSKRÁ
    • Jólasöngvar 2020
    • Söngvar vor 2021
    • Midakaup_leidbeiningar
  • Fréttir
  • BÆNALISTI
  • SÖNGBLÖÐ
  • Söngvar vor 2021