KARLAKÓR KFUM
  • Heim
    • Samþykktir
    • Stjórnarfundir
    • Ársskýrsla 2020
    • Ársskýrsla 2019
    • Ársskýrsla 2018
    • Ársskýrsla 2017
    • Ársskýrsla 2016
    • Ársskýrsla 2015
    • Ársskýrsla 2014-15
    • Ársskýrsla 2013-14
    • Skýrsla ársfundar 2020
    • Skýrsla ársfundar 2019
    • Skýrsla ársfundar 2018
    • Skýrsla ársfundar 2017
    • Skýrsla ársfundar 2016
    • Skýrsla ársfundar 2015
    • Skýrsla ársfundar 2014
    • Skýrsla ársfundar 2013
  • SÖNGLÖG
  • JÓLALÖG
  • DAGSKRÁ
    • Jólasöngvar 2020
    • Söngvar vor 2021
    • Midakaup_leidbeiningar
  • Fréttir
  • BÆNALISTI
  • SÖNGBLÖÐ
  • Söngvar vor 2021

​Ársskýrsla karlakórs KFUM fyrir árið 2016

Æfingar á nýju ári hófust 25. janúar. Í janúar voru jólalögin tekin upp undir
stjórn Þorvaldar Sigurðarsonar. Kórinn þakkar Þorvaldi fyrir þessar upptökur.
1. mars var sungið á kristniboðsviku SÍK. Aðalfundur kórsins var síðan haldinn
4. apríl og lét Ragnar Baldurson af störfum sem formaður og Ingi Bogi Bogason
tók við. Stjórnin var að öðru leyti óbreytt. Kórfélagar þakka Ragnari fyrir vel
unnin störf. Sumartónleikar voru síðan haldnir á uppstigningardag þriðjudaginn
5. maí.
Karlakór KFUM lagði í söngferð til Danmerku 13.-16. maí. Alls fóru um 80
manns, kórfélagar ásamt mökum, sem og fleira fólk úr félögunum. Tilgangur
ferðarinnar var að fara á slóðir séra Friðriks Friðrikssonar, að syngja fyrir
íslenska söfnuðinn í Kaupmannahöfn og að heiðra sr. Felix Ólafsson, fyrsta
íslenska kristniboðann í Konsó.
Fyrsta daginn voru tónleikar haldnir í Páls kirkju og hafði sr. Ágúst Einarsson,
prestur Íslendinga í Svíþjóð og Danmörku, veg og vanda af undirbúningi þeirra.
Tónleikarnir voru allvel sóttir og gerður góður rómur að söng kórsins.
Næsta dag, laugardag, var haldið til Hillerød en þar býr Felix Ólafsson. Á
leiðinni var stansað í Jaegerspris sem voru sumarbúðir KFUM á tímum sr.
Friðriks. Þar gefur m.a. að líta byggingu sem er fyrirmynd Gamla skála í
Vatnaskógi. Sungið var í Hillerød kirkju og var hún sneisafull. Þar var mætt
fjölskylda Felixar; börn og barnabörn. Sr. Ólafur Jóhannsson flutti fróðlegt
yfirlit um boðunarstörf hans og kórinn söng við góðar undirtektir. Um kvöldið
var hátíðarkvöldverður kórs og Felixar í veitingahúsi í Helsingör.
Á sunnudeginum var gengið um slóðir sr. Friðriks í Kaupmannahöfn, undir
leiðsögn Þórarins Björnssonar. Stórfróðleg ferð. Síðasta daginn var svo Jónshús
heimsótt og sungið í fermingarmessu Íslendinga í Páls kirkju. Þar með lauk
fróðlegri og ánægjulegri ferð og um leið vetrarstarfi kórsins.
Kórfélagar voru mjög ánægðir með Danmerkurferðina og þakka
undirbúningnefndinni sem skipuð var Þórarni Björnssyni, Inga Boga Bogasyni
og Gunnari J. Gunnarssyni fyrir vel unnin störf.
Starf kórins hófst eftir sumarfrí haustið 2016 með því að kórinn söng á
fjáröflunarsamkomu SÍK 11. september. Æfingar kórsins hófust síðan formlega
19. septemer. Kórinn söng 13. október á sameiginlegum fundi AD félaganna þar
sem fjallað var um ferð kórsins til Danmerkur. 16. október söng kórinn í KFUM
messu í Seljakirkju og dagana 28.-29. október voru æfingabúðir í Vatnaskógi.
Á aðventunni söng kórinn 7. desember í Friðrikskapellu. Árlegir jólatónleikar

voru síðan haldnir 15. desember og voru þeir vel sóttir. Þann 18. desember söng
kórinn í messu í Dómkirkjunni. Auk þessa var sungið í messum og jarðaförum.
Kórfélagar eru nú um 36 og stjórnandi kórsins er sem fyrr Laufey G.
Geirlausdóttir og meðleikari er Ásta Haraldsdóttir. Kórfélagar þakka þeim
báðum fyrir trausta og faglega stjórn.
  • Heim
    • Samþykktir
    • Stjórnarfundir
    • Ársskýrsla 2020
    • Ársskýrsla 2019
    • Ársskýrsla 2018
    • Ársskýrsla 2017
    • Ársskýrsla 2016
    • Ársskýrsla 2015
    • Ársskýrsla 2014-15
    • Ársskýrsla 2013-14
    • Skýrsla ársfundar 2020
    • Skýrsla ársfundar 2019
    • Skýrsla ársfundar 2018
    • Skýrsla ársfundar 2017
    • Skýrsla ársfundar 2016
    • Skýrsla ársfundar 2015
    • Skýrsla ársfundar 2014
    • Skýrsla ársfundar 2013
  • SÖNGLÖG
  • JÓLALÖG
  • DAGSKRÁ
    • Jólasöngvar 2020
    • Söngvar vor 2021
    • Midakaup_leidbeiningar
  • Fréttir
  • BÆNALISTI
  • SÖNGBLÖÐ
  • Söngvar vor 2021