KARLAKÓR KFUM
  • Heim
    • Samþykktir
    • Stjórnarfundir
    • Ársskýrsla 2020
    • Ársskýrsla 2019
    • Ársskýrsla 2018
    • Ársskýrsla 2017
    • Ársskýrsla 2016
    • Ársskýrsla 2015
    • Ársskýrsla 2014-15
    • Ársskýrsla 2013-14
    • Skýrsla ársfundar 2020
    • Skýrsla ársfundar 2019
    • Skýrsla ársfundar 2018
    • Skýrsla ársfundar 2017
    • Skýrsla ársfundar 2016
    • Skýrsla ársfundar 2015
    • Skýrsla ársfundar 2014
    • Skýrsla ársfundar 2013
  • SÖNGLÖG
  • JÓLALÖG
  • DAGSKRÁ
    • Jólasöngvar 2020
    • Söngvar vor 2021
    • Midakaup_leidbeiningar
  • Fréttir
  • BÆNALISTI
  • SÖNGBLÖÐ
  • Söngvar vor 2021

​Starfsyfirlit Karlakórs KFUM 2014-2015

Aðalfundur Karlakórs KFUM var haldinn 31. mars 2014. Eftir hann er stjórn kórsins þannig skipuð:
Ragnar Baldursson formaður, Pétur Ásgeirsson gjaldkeri og Ólafur Jóhannsson ritari.
Að venju söng kórinn á fjáröflunarsamkomu Skógarmanna KFUM að kvöldi sumard. fyrsta, 24. apríl.
Vortónleikar voru í Grensáskirkju að kvöldi 1. maí og var aðsókn mjög góð, 150-160 manns + kór.
Þá tók kórinn þátt í messu í Grensáskirkju 25. maí á fæðingardegi sr. Friðriks Friðrikssonar.
Starfsárinu lauk með hópferð í Skálholt 4. júní. Þar var snæddur kvöldverður, sungið saman og
Þorláksbúð skoðuð undir leiðsögn listasmiðsins Gunnars Bjarnasonar.
Að loknu sumarhléi hófust æfingar aftur um miðjan sept.
Auk vikulegra æfinga á mánudagskvöldum fór kórinn í æfingabúðir í Vatnaskóg laugard. 1. nóv. og
æfði þá sérstaklega fyrir jólatónleikana sem haldnir voru 16. des. að Holtavegi 28. Frameftir degi
var leiðindaveður og færð spilltist en með kvöldinu rofaði til og vel var mætt á tónleikana sem þóttu
takast afbragðsvel. Einsöngvari með kórnum var Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.
Kórinn söng með í nokkrum lögum á geisladiski Jóhanns Helgasonar Eftirfylgd en á þeim diski eru
lög Jóhanns við ljóð sr. Friðriks.
Kórinn kom fram á Kristsdegi í Hörpu 27. sept., herrakvöldi KFUM 30. okt., aðventukvöldi KFUM og
KFUK 11. des. og samkomu í kristniboðsviku 5. mars.
Einnig söng hann í messum í Dómkirkjunni 23. nóv., Grafarvogskirkju 15. febr., Fella- og hólakirkju
8. mars og Grensáskirkju 22. mars.
Tveir kórfélagar létust á starfsárinu, Gunnar Bjarnason í sept. og Ásgeir Markús Jónsson í jan.
Blessuð sé minning þeirra! Kórinn söng í útförum þeirra beggja og einnig í sjö öðrum útförum þar
sem um var að ræða tengsl hinna látnu eða aðstandenda þeirra við kórfélaga.
Kórfélagar eru nú 36, allir hæstánægðir með störf Laufeyjar G. Geirlaugsdóttur stjórnanda og Ástu
Haraldsdóttur meðleikara. Stjórn kórsins gekk frá þriggja ára ráðningarsamningi við þær báðar. Í
honum felst gagnkvæmur vilji til að halda áfram á sömu braut og efla kórinn enn frekar.
Vortónleikar eru fyrirhugaðir að kvöldi 30. apríl nk.
---------------------------------------------------------------------------------------------------
Tillaga varðandi söng Karlakórs KFUM við útfarir:
Þegar Karlakór KFUM syngur við útför kórfélaga eða einhvers sem tengdist kórfélaga náið* eru teknar
kr. 30.000,- en kr. 60.000,- sé sungið við útför einhvers sem tengdist kórnum ekki með þeim hætti.
Féð rennur í sameiginlegan sjóð kórsins nema:
a) Kr. 5.000,- fara til Laufeyjar vegna fyrirhafnar og vinnutaps sem fylgir
útfararsöngnum, sbr. ráðningarsamning. b)
Kr. 10.000,- deilast niður sem inneign þeirra kórfélaga sem koma(st) í útförina og
þeir greiða, sem því nemur, lægra gjald til kórsins á næstu önn.Útfararsöngur á bilinu
1. jan. til 30. júní kemur til lækkunar á kórgjaldi á næstu haustönn, útfararsöngur á
bilinu 1. júlí til 31. des. til lækkunar á kórgjaldi á næstu vorönn.
Þannig samþykkt á aðalfundi Karlakórs KFUM 30. mars 2015 og tekur gildi strax að honum loknum.
-----
* Tengdir aðilar eru maki, börn, barnabörn, foreldrar, tengdaforeldrar og systkini.
  • Heim
    • Samþykktir
    • Stjórnarfundir
    • Ársskýrsla 2020
    • Ársskýrsla 2019
    • Ársskýrsla 2018
    • Ársskýrsla 2017
    • Ársskýrsla 2016
    • Ársskýrsla 2015
    • Ársskýrsla 2014-15
    • Ársskýrsla 2013-14
    • Skýrsla ársfundar 2020
    • Skýrsla ársfundar 2019
    • Skýrsla ársfundar 2018
    • Skýrsla ársfundar 2017
    • Skýrsla ársfundar 2016
    • Skýrsla ársfundar 2015
    • Skýrsla ársfundar 2014
    • Skýrsla ársfundar 2013
  • SÖNGLÖG
  • JÓLALÖG
  • DAGSKRÁ
    • Jólasöngvar 2020
    • Söngvar vor 2021
    • Midakaup_leidbeiningar
  • Fréttir
  • BÆNALISTI
  • SÖNGBLÖÐ
  • Söngvar vor 2021